Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 11:15 Nöfnunarnar Hildur Lilliendahl og Hildur Sverrisdóttir eru efins um verkefnið. Vísir Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. Fjallað var um verkefnið í Fréttablaðinu í dag en verndari þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Telja þær að með verkefninu sé verið að setja ábyrgðina yfir á þolandann, en ekki gerandann. Límmiðalausnin, ef hana má kalla, nær auk þess aðeins til drykkja sem er hægt að drekka með röri. Límmiðarnir eru merktir tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Færsla Hildar Sverrisdóttur. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, kynningarstjóri Secret Solstice, fékk hugmyndina að verkefninu. Límmiðarnir eru með litlu gati fyrir rör sem líma má ofan á glösin. Þannig eigi ekki að vera hægt að lauma nauðgunarlyfjum ofan í glösin. Skemmistaðirnir Prikið, b5 og Dillon taka þátt í verkefninu. „Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað,“ segir Þórunn Antonía í Fréttablaðinu í dag. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Dáist að virðingarverðri hugsun Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tekur viljann fyrir verkið en er full umhugsunar um verkefnið. „Ég dáist að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd í þessum vilja til að passa upp á náungann. En ég óttast að þarna sé verið að stíga varhugaverð skref. Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna” ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum. Langaði að fá að nefna þetta til hliðsjónar í þessari mikilvægu umræðu,“ segir Hildur. Færsla Hildar Lilliendahl. Hildi Lilliendahl finnst nafna sín stíga varlega til jarðar. „Mig langar bara að öskra hluti,“ segir Hildur Lilliendahl. Nafna hennar Sverrisdóttir bendir á að það sé líkast til munurinn á þeim tveim. Hildur Lilliendahl segist í kaldhæðnistón fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. „Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu?“ spyr Hildur. „Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““ *TW* Varstu ölvuð? Hvernig varstu klædd? VARSTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ LÍMMIÐA YFIR GLASINU ÞÍNU?!— Kratababe93 (@ingabbjarna) May 15, 2017 Linnulausar árásir Ósk Gunnlaugsdóttir, sem steig fram í viðtali við Stundina árið 2015 og sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir af hendi landsþekkts manns, leggur orð í belg og segir í gríni: „Hvað með að setja í lög að konur þurfi alltaf að vera í fylgd með karlkynsfjölskyldumeðlimi?“ Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kaldhæðnislega að nú sé búið að leysa vandamálið, sem nauðganir séu. „Límmiði á glasið og anti-nauðgunarnaglalakkið á puttana. Allir glaðir á djamminu.“ Lögfræðingurinn Auður Kolbrá Birgisdóttir er sömuleiðis hugsi yfir málinu. „Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?“ Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 15, 2017 Það er árið 2017 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið mikið hjálparstarf í þágu flóttamanna undanfarin misseri, er sömuleiðis hugsi. „Það minnist enginn á gerendur þarna. Það er auðvitað á ábyrgð nauðgara að nauðga ekki. Allt annað er bara rugl. Elsku stelpur, það er ekki ykkar að passa ykkur. Það er alveg sama hvað þið gerið eða gerið ekki, það er aldrei á ykkar ábyrgð ef einhver brýtur á ykkur,“ segir Þórunn. „Ég vil núna sjá herferð sem beinist að gerendum, takk. Það er 2017.“ Secret Solstice Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. Fjallað var um verkefnið í Fréttablaðinu í dag en verndari þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Telja þær að með verkefninu sé verið að setja ábyrgðina yfir á þolandann, en ekki gerandann. Límmiðalausnin, ef hana má kalla, nær auk þess aðeins til drykkja sem er hægt að drekka með röri. Límmiðarnir eru merktir tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Færsla Hildar Sverrisdóttur. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, kynningarstjóri Secret Solstice, fékk hugmyndina að verkefninu. Límmiðarnir eru með litlu gati fyrir rör sem líma má ofan á glösin. Þannig eigi ekki að vera hægt að lauma nauðgunarlyfjum ofan í glösin. Skemmistaðirnir Prikið, b5 og Dillon taka þátt í verkefninu. „Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað,“ segir Þórunn Antonía í Fréttablaðinu í dag. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Dáist að virðingarverðri hugsun Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tekur viljann fyrir verkið en er full umhugsunar um verkefnið. „Ég dáist að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd í þessum vilja til að passa upp á náungann. En ég óttast að þarna sé verið að stíga varhugaverð skref. Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna” ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum. Langaði að fá að nefna þetta til hliðsjónar í þessari mikilvægu umræðu,“ segir Hildur. Færsla Hildar Lilliendahl. Hildi Lilliendahl finnst nafna sín stíga varlega til jarðar. „Mig langar bara að öskra hluti,“ segir Hildur Lilliendahl. Nafna hennar Sverrisdóttir bendir á að það sé líkast til munurinn á þeim tveim. Hildur Lilliendahl segist í kaldhæðnistón fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. „Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu?“ spyr Hildur. „Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““ *TW* Varstu ölvuð? Hvernig varstu klædd? VARSTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ LÍMMIÐA YFIR GLASINU ÞÍNU?!— Kratababe93 (@ingabbjarna) May 15, 2017 Linnulausar árásir Ósk Gunnlaugsdóttir, sem steig fram í viðtali við Stundina árið 2015 og sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir af hendi landsþekkts manns, leggur orð í belg og segir í gríni: „Hvað með að setja í lög að konur þurfi alltaf að vera í fylgd með karlkynsfjölskyldumeðlimi?“ Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kaldhæðnislega að nú sé búið að leysa vandamálið, sem nauðganir séu. „Límmiði á glasið og anti-nauðgunarnaglalakkið á puttana. Allir glaðir á djamminu.“ Lögfræðingurinn Auður Kolbrá Birgisdóttir er sömuleiðis hugsi yfir málinu. „Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?“ Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 15, 2017 Það er árið 2017 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið mikið hjálparstarf í þágu flóttamanna undanfarin misseri, er sömuleiðis hugsi. „Það minnist enginn á gerendur þarna. Það er auðvitað á ábyrgð nauðgara að nauðga ekki. Allt annað er bara rugl. Elsku stelpur, það er ekki ykkar að passa ykkur. Það er alveg sama hvað þið gerið eða gerið ekki, það er aldrei á ykkar ábyrgð ef einhver brýtur á ykkur,“ segir Þórunn. „Ég vil núna sjá herferð sem beinist að gerendum, takk. Það er 2017.“
Secret Solstice Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“