Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 10:37 Eldflaug af gerðinni Hwasong-12 sem skotið var á loft á laugardaginn. Vísir/AFP Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30