Gunnlaugur: Þýðir ekki að grenja yfir því hvaða lið við fáum í byrjun Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2017 19:24 Gunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna. vísir/ernir Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00