Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 13:21 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. Vísir/Pjetur Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira