Innlent

Missti dætur sínar vegna óreglu

Snærós Sindradóttir skrifar
Hæstiréttur staðfesti að stelpurnar væru teknar af móðurinni í sex mánuði.
Hæstiréttur staðfesti að stelpurnar væru teknar af móðurinni í sex mánuði. vísir/gva
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að tvær stúlkur verði vistaðar á vegum barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í sex mánuði. Samkvæmt dómi Hæstaréttar hafði barnaverndarnefnd haft afskipti af fjölskyldunni síðan 2010 þegar foreldrar stúlknanna voru handteknir fyrir fíkniefnalagabrot og skattsvik.

Í dómnum er rakið hvernig barnavernd hefur haft afskipti af fjölskyldunni margoft á tímabilinu en stúlkurnar höfðu lögheimili hjá móður sinni frá skilnaði foreldranna árið 2012. Á meðal gagna í málinu er tilkynning sem barst frá sjúkraflutningamönnum og hjúkrunarfólki um að móðirin hafi verið drukkin ásamt elstu dóttur sinni í miðbæ Reykjavíkur skömmu áður en hún varð 18 ára gömul. Yngri dæturnar tvær, sem með dómnum eru fjarlægðar af heimilinu, hafa mætt illa í skóla og dregist verulega aftur úr í námi miðað við jafnaldra sína. Þær þurfa mikla námsaðstoð.

Samkvæmt dómnum hafa fjölmargar tilkynningar borist vegna háreysti, ölvunarláta og rifrildis á heimilinu. Barnaverndarnefnd hefur margoft tekið blásturssýni frá móðurinni en aðeins í eitt skipti fundust merki um áfengisdrykkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×