Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Þungt hljóð er í starfsmönnum HB Granda á Akranesi eftir að fyrirtækið tilkynnti í dag að botnfiskvinnslunni yrði lokað og að 86 starfsmenn fengu uppsagnarbréf. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, sem segir slæma nýtingu á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda, þótt þeir eigi rétt á því. 

Þá hittum við spræka klifurketti á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi og verðum í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu, þar sem Reykjavíkurdætur frumsýna nýjan rappleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×