Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 16:14 Vilhjálmur Vilhjálmur, forstjóri HB Granda. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32