Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 16:14 Vilhjálmur Vilhjálmur, forstjóri HB Granda. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32