Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 16:14 Vilhjálmur Vilhjálmur, forstjóri HB Granda. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir vonir standa til þess að hægt verði að bjóða öllum þeim 86 starfsmönnum sem sagt verður upp störfum hjá fyrirtækinu í mánuðinum áframhaldandi vinnu. Sú vinna verður þó í Reykjavík í langflestum tilvikum. „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þeim öllum starf áfram hjá félaginu og dótturfélögum þess,“ sagði Vilhjálmur í samtali við blaðamann Vísis á Akranesi í dag. Vilhjálmur ræddi við blaðamann að loknum fundi með Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum áður en hann las upp yfirlýsingu HB Granda á fundi með starfsmönnum klukkan 15. „Það kom ekki meira fram þannig en að við fórum yfir yfirlýsingu sem við vorum að gefa út um að við værum að hætta vinnslu bolfisks á Akranesi hér 1. september, og munum segja upp starfsfólki fyrir næstu mánaðarmót,“ segir Vilhjálmur. Koma verði í ljós hvernig framhaldið verði. „Það á aldeilis eftir að reyna á að. Bróðurpartur þessara starfa sem fólkinu býðst er í Reykjavík. Hún er náttúrulega misjöfn aðstaða fólks til að geta þegið það. Þetta er það sem við getum boðið og getum gert. Það verður bara að koma í ljós hversu mörgum og hvort það gagnist öllum eða ekki.“ Var hiti í starfsmönnum á fundinum? „Ég get ekki sagt að það hafi verið hiti í fólki, fólk var dapurt og leitt,“ sagði Vilhjálmur. Ekki hafi verið svo að fólk hafi gengið út af fundinum í reiði eins og blaðamaður taldi sig verða vitni að. „Það var nú ekki fyrr en þetta var nánast búið,“ sagði Vilhjálmur. HB Grandi hafi fundð með Akurnesingum síðast í gær og í framhaldinu var boðað til fundarins í dag. „Það var komin mikil óþolinmæði í fólk vegna óvissu,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“
Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Örlög hundrað starfsmanna HB Granda skýrast Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, situr nú fund með formanni Verkalýðsfélagi Akraness og trúnaðarmönnum. 11. maí 2017 14:28
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32