Lífið

Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Framundan er risadagur hjá mörgum þjóðum en seinna undanúrslitakvöldið fer fram í kvöld og verða grannar okkar frá Danmörku og Noregi þar í eldlínunni.

Júrógarðurinn er vefþáttur sem verður á Vísi næstu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.  

Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem eru staddir úti í Kænugarði og munu þeir fjalla ítarlega um keppnina næstu daga. 

Þeir félagar hafa kynnt sér alla keppendur sem koma fram í kvöld og fara yfir spá sína fyrir kvöldinu en þeir fengu skemmtilegan gest í þáttinn, en Auður Albertsdóttir frá MBL mætti og ræddi kvöldið í kvöld í Júrógarðinum.k  

Þetta eru þau tíu lönd sem fara áfram í kvöld að mati Júrógarðsins. Því miður bilaði upptakan en sérfræðingarnir áttu eftir að nefna til sögunnar Hvíta-Rússland og Austurríki. 

Danir

Norðmenn

Búlgaría

Rúmenía

Króatía

Holland

Eistland

Ísrael

Hvíta Rússland

Austurríki 

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. 

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.