Unnusta Aaron Hernandez tjáði Dr. Phil að hún hélt að símtal frá fangelsi unnustans, þar sem henni var tjáð að Hernandez hefði hengt sig, væri símahrekkur.
Shayanna Jenkins-Hernandez ákvað að setjast niður með bandaríska sjónvarpsmanninum og létta af sér. Viðtalið verður sýnt í tveimur þáttum.
Hún á fjögurra ára gamla dóttur með Hernandez. Þau voru ekki gift en hún tók samt upp eftirnafn hans.
„Er við töluðum saman í síðasta skipti þá var ekkert rætt um að hann væri í sjálfsvígshugleiðingum. Er ég fékk símtalið þá hélt að ég einhver illa innrættur einstaklingur væri að gera grín í mér. Að þetta væri viðbjóðslegur símahrekkur,“ sagði Shayanna.
„Mér fannst hlutirnir vera að lagast. Við vorum að fara upp stigann í átt að einhverju jákvæðara.“
