Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 11:46 Steinn Jóhannsson, fráfarandi skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla. Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðningin er frá og með næsta hausti en kennurum við MH hefur verið tilkynnt um ráðninguna. Fréttir af ráðningunni koma í kjöfar tíðinda af mögulegri sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. Óhætt er að segja að tíðindin af sameiningunni hafi farið öfugt ofan í starfsfólk við FÁ sem komst að henni í fréttum. Sigurborg Matthíasdóttir, fráfarandi konrektor, tilkynnti kollegum sínum í MH að hún myndi láta af störfum á dögunum og alfarið snúa sér að kennslu. Í framhaldinu var staða konrektors auglýst og sóttu fimm um stöðuna. Varð úr að Steini var boðin staðan og ráðinn.Réttindi starfsfólks í forgangi Steinn var skipaður í vinnuhóp af menntamálaráðherra til að skoða möguleikann á sameingingu. Hann segir í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að taka þátt í vinnunni enda vissu kollegar hans í Ármúla ekkert af þeirri vinnu. Hann hafi hins vegar verið bundinn trúnaði sem embættismaður, að beiðni menntamálaráðherra. „Ég setti alltaf í forgang, í öllum viðræðum um hugsanlega sameiningu, réttindi starfsfólks og nemenda,“ segir Steinn. Hann hafi þó ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf, ólíkt starfsfólki FÁ, kæmi til sameiningar. Aðalsparnaður við sameiningu sé oft fólginn í yfirstjórn. Augljóst sé að í nýjum skóla verði aðeins einn skólameistari. „Ég leit í kringum mig og ákvað að sækja um í MH,“ segir Steinn sem fór í gegnum ráðningarferli, var metinn hæfastur umsækjendanna fimm og boðin staðan. „Það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert stefnir, verður af sameiningu eða ekki? Það eru margir kostir að sameinast Tækniskólanum þó því geti líka fylgt gallar.“Rætt var við Stein Jóhannsson og fleiri vegna mögulegrar sameiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Maðurinn á gólfinu Umfram allt leggur Steinn áherslu á hve heppinn Tækniskólinn sé að fá starfsfólkið í Ármúla til liðs við sig. „Ég er að vinna í alveg frábærum skóla, með einstöku starfsfólki og það er svo sárt að hugsa til þess að ég sé ekki að fara að vinna með sama fólki áfram, vinum og félögum til margra ára,“ segir Steinn. Skólinn hafi náð frábærum árangri og sé árlega í toppsætum yfir stofnanir ársins. „Ég hef verið spenntur hvern einasta dag þessi fimm ár sem ég hjólaði í vinnuna. Það væri ekki nema af því við umgöngumst hvort annað af virðingu. Ég er bara maðurinn á gólfinu eins og allir. Þannig starfa ég. Allar tölur segja að við séum frábær liðsheild.“ Kennarar í Ármúla hafi alltaf sett hagsmuni nemenda í forgang og það hafi stjórnendur líka reynt að gera. Auðvitað sé starfsfólkið í Ármúla vonsvikið með stöðu mála og hann skilji það vel. „Mestu skiptir að allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Ég er alveg viss um að það verði tekin upplýst ákvörðun,“ segir Steinn um sameininguna. Tengdar fréttir Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðningin er frá og með næsta hausti en kennurum við MH hefur verið tilkynnt um ráðninguna. Fréttir af ráðningunni koma í kjöfar tíðinda af mögulegri sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. Óhætt er að segja að tíðindin af sameiningunni hafi farið öfugt ofan í starfsfólk við FÁ sem komst að henni í fréttum. Sigurborg Matthíasdóttir, fráfarandi konrektor, tilkynnti kollegum sínum í MH að hún myndi láta af störfum á dögunum og alfarið snúa sér að kennslu. Í framhaldinu var staða konrektors auglýst og sóttu fimm um stöðuna. Varð úr að Steini var boðin staðan og ráðinn.Réttindi starfsfólks í forgangi Steinn var skipaður í vinnuhóp af menntamálaráðherra til að skoða möguleikann á sameingingu. Hann segir í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að taka þátt í vinnunni enda vissu kollegar hans í Ármúla ekkert af þeirri vinnu. Hann hafi hins vegar verið bundinn trúnaði sem embættismaður, að beiðni menntamálaráðherra. „Ég setti alltaf í forgang, í öllum viðræðum um hugsanlega sameiningu, réttindi starfsfólks og nemenda,“ segir Steinn. Hann hafi þó ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf, ólíkt starfsfólki FÁ, kæmi til sameiningar. Aðalsparnaður við sameiningu sé oft fólginn í yfirstjórn. Augljóst sé að í nýjum skóla verði aðeins einn skólameistari. „Ég leit í kringum mig og ákvað að sækja um í MH,“ segir Steinn sem fór í gegnum ráðningarferli, var metinn hæfastur umsækjendanna fimm og boðin staðan. „Það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert stefnir, verður af sameiningu eða ekki? Það eru margir kostir að sameinast Tækniskólanum þó því geti líka fylgt gallar.“Rætt var við Stein Jóhannsson og fleiri vegna mögulegrar sameiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Maðurinn á gólfinu Umfram allt leggur Steinn áherslu á hve heppinn Tækniskólinn sé að fá starfsfólkið í Ármúla til liðs við sig. „Ég er að vinna í alveg frábærum skóla, með einstöku starfsfólki og það er svo sárt að hugsa til þess að ég sé ekki að fara að vinna með sama fólki áfram, vinum og félögum til margra ára,“ segir Steinn. Skólinn hafi náð frábærum árangri og sé árlega í toppsætum yfir stofnanir ársins. „Ég hef verið spenntur hvern einasta dag þessi fimm ár sem ég hjólaði í vinnuna. Það væri ekki nema af því við umgöngumst hvort annað af virðingu. Ég er bara maðurinn á gólfinu eins og allir. Þannig starfa ég. Allar tölur segja að við séum frábær liðsheild.“ Kennarar í Ármúla hafi alltaf sett hagsmuni nemenda í forgang og það hafi stjórnendur líka reynt að gera. Auðvitað sé starfsfólkið í Ármúla vonsvikið með stöðu mála og hann skilji það vel. „Mestu skiptir að allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Ég er alveg viss um að það verði tekin upplýst ákvörðun,“ segir Steinn um sameininguna.
Tengdar fréttir Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00