Erlent

Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum

Atli Ísleifsson skrifar
Verulegar framfarir hafa orðið í lyfjaþróun á síðustu árum.
Verulegar framfarir hafa orðið í lyfjaþróun á síðustu árum. Vísir/Getty
Lífslíkur ungs fólks sem smitast HIV og nota nýjustu lyf eru nú sambærilegar þeim sem ekki hafa greinst með sjúkdóminn. Þetta er að finna í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Lancet.

Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum.

Þetta er vegna verulegra framfara í lyfjaþróun en í dag eru mun minni líkur á að sjúklingar þurfi að þola meiriháttar aukaverkanir sem fylgdu notkun lyfjanna.

Vísindamennirnir benda á að skilvirkari skimun eftir sjúkdómnum og öflugt forvarnastarf hafi einnig hjálpað en þeir kalla engu að síður eftir vitundarvakningu meðal ungs fólks um HIV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×