Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2017 21:30 Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. Nýliðinn vetur skilaði fleiri erlendum ferðamönnum til landsins en allt árið 2014. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá ævintýralegar tölur um fjölgun ferðamanna. Tölur sem fengust frá Ferðamálastofu í dag benda ekki til þess að hátt verðlag sé farið að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Þvert á móti er fjölgun milli aprílmánaðar í fyrra og aprílmánaðar í ár hreint ótrúleg, eða 62 prósent. Yfir 150 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í síðasta mánuði, miðað við 95 þúsund í sama mánuði í fyrra. Flestir komu frá Bandaríkjunum, eða 40 þúsund, Bretar voru næstfjölmennastir, um 28 þúsund, en Norðurlandabúar samantaldir voru þriðji stærsti hópurinn, um 17 þúsund. Athygli vekur veruleg fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjamanna, um 100%, og Kanadamanna, um 137%.Tölurnar ofan á súlunum sýna fjölda ferðamanna í þúsundum í hverjum mánuði. Tölurnar inni í súlunum sýna hlutfallslega fjölgun frá sama mánuði í fyrra.Tölurnar fyrir nýliðinn vetur sýna að núna gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að hver einasti vetrarmánuður skilaði yfir eitthundrað þúsund erlendum ferðamönnum. Fæstir komu í desember, 125 þúsund, en flestir í mars, 168 þúsund, og 154 þúsund komu í apríl. Samtals voru þetta yfir milljón ferðamenn þessa sjö vetrarmánuði. Tölurnar yfir hlutfallslega fjölgun sýna að hún var mest 76 prósent í desember, og 75 prósent í janúar, en minnst 45 prósent í mars. Í venjulegum rekstri hefðu sennilega flestir talið sig fullsæla með 5-10% aukningu milli ára. Íslenska ferðaþjónustan hefur hins vegar í vetur, frá októberbyrjun til aprílloka, notið 60% fjölgunar ferðamanna. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að það er ekkert lát á íslenska ferðamannaævintýrinu. Heildarfjöldi ferðamanna um Leifsstöð á hverju ári í þúsundum talið frá 2005 til 2016.Þetta súlurit lýsir þróuninni undanfarin tólf ár. Frá árinu 2005 fjölgaði ferðamönnum hægt úr 360 þúsund á ári upp í 460 þúsund 2010, árið sem Eyjafjallajökull gaus, en síðan hefur ferðamannastraumurinn rokið upp, fór fyrst yfir millljón 2015 og í fyrra í 1.768 þúsund.Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna um Leifsstöð milli ára frá 2005.Tölur um hlutfallslega breytingu milli ára undanfarin tólf ár sýna að ferðamönnum fækkaði lítillega á árunum eftir hrun, 2009 og 2010, en þá hófst ævintýrið, sem toppað var með 40 prósenta fjölgun í fyrra. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. Nýliðinn vetur skilaði fleiri erlendum ferðamönnum til landsins en allt árið 2014. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá ævintýralegar tölur um fjölgun ferðamanna. Tölur sem fengust frá Ferðamálastofu í dag benda ekki til þess að hátt verðlag sé farið að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Þvert á móti er fjölgun milli aprílmánaðar í fyrra og aprílmánaðar í ár hreint ótrúleg, eða 62 prósent. Yfir 150 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í síðasta mánuði, miðað við 95 þúsund í sama mánuði í fyrra. Flestir komu frá Bandaríkjunum, eða 40 þúsund, Bretar voru næstfjölmennastir, um 28 þúsund, en Norðurlandabúar samantaldir voru þriðji stærsti hópurinn, um 17 þúsund. Athygli vekur veruleg fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjamanna, um 100%, og Kanadamanna, um 137%.Tölurnar ofan á súlunum sýna fjölda ferðamanna í þúsundum í hverjum mánuði. Tölurnar inni í súlunum sýna hlutfallslega fjölgun frá sama mánuði í fyrra.Tölurnar fyrir nýliðinn vetur sýna að núna gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að hver einasti vetrarmánuður skilaði yfir eitthundrað þúsund erlendum ferðamönnum. Fæstir komu í desember, 125 þúsund, en flestir í mars, 168 þúsund, og 154 þúsund komu í apríl. Samtals voru þetta yfir milljón ferðamenn þessa sjö vetrarmánuði. Tölurnar yfir hlutfallslega fjölgun sýna að hún var mest 76 prósent í desember, og 75 prósent í janúar, en minnst 45 prósent í mars. Í venjulegum rekstri hefðu sennilega flestir talið sig fullsæla með 5-10% aukningu milli ára. Íslenska ferðaþjónustan hefur hins vegar í vetur, frá októberbyrjun til aprílloka, notið 60% fjölgunar ferðamanna. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að það er ekkert lát á íslenska ferðamannaævintýrinu. Heildarfjöldi ferðamanna um Leifsstöð á hverju ári í þúsundum talið frá 2005 til 2016.Þetta súlurit lýsir þróuninni undanfarin tólf ár. Frá árinu 2005 fjölgaði ferðamönnum hægt úr 360 þúsund á ári upp í 460 þúsund 2010, árið sem Eyjafjallajökull gaus, en síðan hefur ferðamannastraumurinn rokið upp, fór fyrst yfir millljón 2015 og í fyrra í 1.768 þúsund.Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna um Leifsstöð milli ára frá 2005.Tölur um hlutfallslega breytingu milli ára undanfarin tólf ár sýna að ferðamönnum fækkaði lítillega á árunum eftir hrun, 2009 og 2010, en þá hófst ævintýrið, sem toppað var með 40 prósenta fjölgun í fyrra.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45