Innlent

Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns

Loka þarf vegum vegna veðurs.
Loka þarf vegum vegna veðurs. vísir/
Þjóðvegi 1 verður lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns klukkan 11 í dag vegna veðurs. Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu.

Versta hríðarveðrið í dag verður á Vestfjörðum. Þar verður jafnframt mjög blint og búist er við 20 til 25 metrum á sekúndu, einkum á Gemlufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði, á Klettshálsi og Þröskuldum. Dregur úr ofankomu seinni partinn en lægir ekki að ráði fyrr en í nótt.

Dálítið snjófjúk verður á öðrum fjallvegum og norðaustan 13 til 18 metrar á sekúndu. Í Öræfum hvessir með morgninum, en þar verða vindhviður allt að 45 metrar á sekúndu frá hádegi og litla breytingu er að sjá þar allt til morguns.

Eins er hætt við sandfoki á Skeiðarársandi. Undir Eyjafjöllum verður líka hvasst í dag og hætt við hviðum 35 til 40 metrum á sekúndu, einkum frá því um miðjan dag, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×