Lækkun olíuverðs snýst aðallega um peningamálastefnu Lars Christensen skrifar 10. maí 2017 07:00 Síðan í byrjun mars hefur olíuverð lækkað mikið og eins og svo oft áður fjallar fjármálapressan um þetta út frá framboði á olíu frekar en eftirspurn eftir olíu. Þetta er ekki óvenjulegt. Almenn lækkun olíuverðs síðan 2014 er oft að mestu sögð vera afleiðing einhvers konar hliðarþátta framboðsins – eins og þess að Bandaríkin og Kanada hófu vinnslu úr olíuleirsteini, vegna almennrar tækniþróunar og hegðunar olíusamtakanna OPEC eða landfræðipólitískrar spennu. En það sem bæði framboðsfréttirnar og landfræðipólitísku fréttirnar eiga sameiginlegt er að þetta eru fréttir um skammtímaáhrif og oft er miklu erfiðara að sjá þetta ef maður tekur skref aftur á bak frá daglegum breytingum á olíuverði. Það er reyndar mín skoðun að aðaldrifkrafturinn hvað olíuverð varðar síðasta áratuginn – og sannarlega síðan 2014 – hafi verið þróun olíueftirspurnar í heiminum og sérstaklega þróun peningastefnunnar í Kína og Bandaríkjunum. Skammtímaframboð á olíu í heiminum er stöðugt. Þess vegna er líklegt að allar breytingar á væntingum um olíueftirspurn í framtíðinni hafi mikil áhrif á olíuverð, og þar sem Kína og Bandaríkin eru langmikilvægustu olíunotendur í heiminum er eðlilegt að peningamálastefnan í þessum tveimur löndum sé lykilatriði hvað varðar þróun olíuverðs. Ef við byrjum á að líta á aðeins lengri tíma þá höfum við í raun séð olíuverð lækka um helming síðan um mitt ár 2014. Hvað þetta varðar tel ég rétt að muna að Janet Yellen varð seðlabankastjóri Bandaríkjanna í febrúar 2014 og skömmu síðar byrjaði hún að halda því fram að þörf væri á hertri peningamálastefnu í Bandaríkjunum. Afleiðingin varð sú að markaðir fóru að taka þetta með í reikninginn og það varð fljótt sýnilegt á verði dollarsins, sem styrktist verulega 2014 og 2015. Þegar dollarinn styrktist byrjaði hinn kínverski renminbi að veikjast gagnvart dollarnum. Í fyrstu herti kínverski seðlabankinn peningamálastefnu sína til að halda aftur af veikingu renminbi. Þannig hertu seðlabankar beggja landanna peningamálastefnu sína samtímis síðari hluta árs 2014 og allt árið 2015. Þetta tel ég hafa verið meginorsök lækkunar olíuverðs 2014 og 2015. Það er líka athyglisvert að í árslok 2015 tók kínverski seðlabankinn upp þá stefnu að láta renminbi síga smám saman og í febrúar 2016 tilkynnti Janet Yellen að jafnvel þótt Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda áfram að hækka stýrivexti yrði það ekki af eins miklu harðfylgi og áður hafði verið búist við. Og hvað gerðist? Olíuverð fór hækkandi allt árið 2016. En síðan í nóvember virðist Alþýðubankinn í Kína hafa bundið enda á gengissig renminbi og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur síðan í mars byrjað að hækka stýrivexti á ný. Hvað hefur gerst? Olíuverð hefur lækkað. Gleymið fréttunum um framboð á olíu – þetta snýst næstum allt um peningamálastefnu Kína og Bandaríkjanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Síðan í byrjun mars hefur olíuverð lækkað mikið og eins og svo oft áður fjallar fjármálapressan um þetta út frá framboði á olíu frekar en eftirspurn eftir olíu. Þetta er ekki óvenjulegt. Almenn lækkun olíuverðs síðan 2014 er oft að mestu sögð vera afleiðing einhvers konar hliðarþátta framboðsins – eins og þess að Bandaríkin og Kanada hófu vinnslu úr olíuleirsteini, vegna almennrar tækniþróunar og hegðunar olíusamtakanna OPEC eða landfræðipólitískrar spennu. En það sem bæði framboðsfréttirnar og landfræðipólitísku fréttirnar eiga sameiginlegt er að þetta eru fréttir um skammtímaáhrif og oft er miklu erfiðara að sjá þetta ef maður tekur skref aftur á bak frá daglegum breytingum á olíuverði. Það er reyndar mín skoðun að aðaldrifkrafturinn hvað olíuverð varðar síðasta áratuginn – og sannarlega síðan 2014 – hafi verið þróun olíueftirspurnar í heiminum og sérstaklega þróun peningastefnunnar í Kína og Bandaríkjunum. Skammtímaframboð á olíu í heiminum er stöðugt. Þess vegna er líklegt að allar breytingar á væntingum um olíueftirspurn í framtíðinni hafi mikil áhrif á olíuverð, og þar sem Kína og Bandaríkin eru langmikilvægustu olíunotendur í heiminum er eðlilegt að peningamálastefnan í þessum tveimur löndum sé lykilatriði hvað varðar þróun olíuverðs. Ef við byrjum á að líta á aðeins lengri tíma þá höfum við í raun séð olíuverð lækka um helming síðan um mitt ár 2014. Hvað þetta varðar tel ég rétt að muna að Janet Yellen varð seðlabankastjóri Bandaríkjanna í febrúar 2014 og skömmu síðar byrjaði hún að halda því fram að þörf væri á hertri peningamálastefnu í Bandaríkjunum. Afleiðingin varð sú að markaðir fóru að taka þetta með í reikninginn og það varð fljótt sýnilegt á verði dollarsins, sem styrktist verulega 2014 og 2015. Þegar dollarinn styrktist byrjaði hinn kínverski renminbi að veikjast gagnvart dollarnum. Í fyrstu herti kínverski seðlabankinn peningamálastefnu sína til að halda aftur af veikingu renminbi. Þannig hertu seðlabankar beggja landanna peningamálastefnu sína samtímis síðari hluta árs 2014 og allt árið 2015. Þetta tel ég hafa verið meginorsök lækkunar olíuverðs 2014 og 2015. Það er líka athyglisvert að í árslok 2015 tók kínverski seðlabankinn upp þá stefnu að láta renminbi síga smám saman og í febrúar 2016 tilkynnti Janet Yellen að jafnvel þótt Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda áfram að hækka stýrivexti yrði það ekki af eins miklu harðfylgi og áður hafði verið búist við. Og hvað gerðist? Olíuverð fór hækkandi allt árið 2016. En síðan í nóvember virðist Alþýðubankinn í Kína hafa bundið enda á gengissig renminbi og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur síðan í mars byrjað að hækka stýrivexti á ný. Hvað hefur gerst? Olíuverð hefur lækkað. Gleymið fréttunum um framboð á olíu – þetta snýst næstum allt um peningamálastefnu Kína og Bandaríkjanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun