Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Einar S. Björnsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun