Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Konstantinos Mitsotakis.
Konstantinos Mitsotakis. Vísir/Getty
Konstantinos Mitsotakis, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, lést í nótt, 98 ára að aldri.

Mitsotakis var virkur í stjórnmálum um sextíu ára skeið, tók fyrst sæti á gríska þinginu árið 1946 og er sá sem hefur lengst átt þar sæti.

Hann var formaður hægriflokksins Nýs lýðræðis, á árunum 1984 til 1993 og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1990 til 1993. Áður hafði hann meðal annars gegnt embætti utanríkisráðherra landsins.

Sonur Mitsotakis, Kyriakos Mitsotakis, er núverandi formaður Nýs lýðræðis og hefur verið leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Grikklandi frá janúar 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×