Pantaði sér gulltennur frá Texas fyrir peninginn Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. maí 2017 10:00 Elli Grill hringdi til Texas og pantaði gulltennur frá einum þekktasta gullsmið rappleiksins. Vísir/Eyþór Rapparinn Elli Grill sendi frá sér lagið Skidagrimu Tommi í síðustu viku en um er að ræða lag sem hann tók upp í Bandaríkjunum. Elli sendir frá sér nýja plötu á föstudaginn sem hann segir minni á tungllendinguna og fái álfa og huldufólk til þess að efast um tilvist sína. „Við tókum lagið upp í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi með Shades of Reykjavík um suðurríkin. Ég tók lagið upp í stúdíói hjá listamannateymi og útgefendum sem heita Southern Demon Herd. Þeir eru klikkaðir sígaunar. Svo tókum við myndbandið upp í Memphis, Tennesee,“ segir Elli Grill en hann gaf nú nýlega út lagið Skidagrimu Tommi (HÆ GRILLI GROM) með myndbandi. Elli skrifaði fyrir ekki margt löngu undir samning hjá útgáfunni Alda Music, fyrirtæki þeirra Sölva Blöndal og Ólafs Arnalds og er þetta lag það fyrsta sem kemur frá rapparanum síðan hann skrifaði á punktalínuna hjá þeim félögum.Um hvað fjallar þetta lag? „Ég kynntist útigangsmanni í Memphis sem ég kallaði alltaf Tomma en hann heitir held ég Mike – veit ekki alveg af hverju ég kallaði hann Tomma, en við vorum búnir að fá okkur smá koníak og svoleiðis. Hann sagði mér ýmsar sögur og lagið spratt eiginlega frá því.“Orðið á götunni segir að þú hafir farið með peninginn sem þú fékkst frá Öldu og keypt þér gulltennur (e. grillz eða grill, svona eins og „Elli Grill“) fyrir allt heila klabbið, er eitthvað til í því? „Já, á - þetta er 18 karata gull með demantaskurðum. Ég á von á því bráðum til landsins – ég pantaði þetta frá gæjanum sem gerir grillz fyrir allar stjörnurnar í bransanum, algjört „legend in the game“. Hann heitir TV Johnny Dang, frá Víetnam – flutti til Bandaríkjanna og hefur verið að gera tennur fyrir alla rappara í Texas. Mig hefur alltaf langað í grill hjá honum – hef verið að tala við hann lengi. Það er ekki hægt að panta af netinu, maður þarf að hringja og tala við hann.“Það er ekkert annað. Þú ert kominn með glænýjan plötusamning í hendurnar, nýjar gulltennur – má ekki gera ráð fyrir því að það sé plata á leiðinni? „Jú, það er plata á leiðinni. Hún kemur út næsta föstudag. Þetta er tólf laga plata sem ég er búinn að vinna mjög ákaft í allt árið 2016. Allt efnið á plötunni helst í hendur – það er svona gamaldags sci-fi fílingur á henni, það er eins og hún komi úr fortíðinni en líka framtíðinni: það er eins og hún sé eitthvað kolkrabbaskrímsli. Þessi plata á eftir að láta álfa og huldufólk efast um tilvist sína og hún minnir svolítið á fyrstu tungllendinguna.“Verða einhverjir skemmtilegir gestir á plötunni? „Alvia Islandia er á henni, Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé. Það er reyndar alveg ótrúlegt lag sem við gerðum – Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé í sama laginu með mér. Það er alveg klikkað lag þó ég segi sjálfur frá, alveg ótrúlegt. Það heitir Cadillac draumar.“ Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Rapparinn Elli Grill sendi frá sér lagið Skidagrimu Tommi í síðustu viku en um er að ræða lag sem hann tók upp í Bandaríkjunum. Elli sendir frá sér nýja plötu á föstudaginn sem hann segir minni á tungllendinguna og fái álfa og huldufólk til þess að efast um tilvist sína. „Við tókum lagið upp í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi með Shades of Reykjavík um suðurríkin. Ég tók lagið upp í stúdíói hjá listamannateymi og útgefendum sem heita Southern Demon Herd. Þeir eru klikkaðir sígaunar. Svo tókum við myndbandið upp í Memphis, Tennesee,“ segir Elli Grill en hann gaf nú nýlega út lagið Skidagrimu Tommi (HÆ GRILLI GROM) með myndbandi. Elli skrifaði fyrir ekki margt löngu undir samning hjá útgáfunni Alda Music, fyrirtæki þeirra Sölva Blöndal og Ólafs Arnalds og er þetta lag það fyrsta sem kemur frá rapparanum síðan hann skrifaði á punktalínuna hjá þeim félögum.Um hvað fjallar þetta lag? „Ég kynntist útigangsmanni í Memphis sem ég kallaði alltaf Tomma en hann heitir held ég Mike – veit ekki alveg af hverju ég kallaði hann Tomma, en við vorum búnir að fá okkur smá koníak og svoleiðis. Hann sagði mér ýmsar sögur og lagið spratt eiginlega frá því.“Orðið á götunni segir að þú hafir farið með peninginn sem þú fékkst frá Öldu og keypt þér gulltennur (e. grillz eða grill, svona eins og „Elli Grill“) fyrir allt heila klabbið, er eitthvað til í því? „Já, á - þetta er 18 karata gull með demantaskurðum. Ég á von á því bráðum til landsins – ég pantaði þetta frá gæjanum sem gerir grillz fyrir allar stjörnurnar í bransanum, algjört „legend in the game“. Hann heitir TV Johnny Dang, frá Víetnam – flutti til Bandaríkjanna og hefur verið að gera tennur fyrir alla rappara í Texas. Mig hefur alltaf langað í grill hjá honum – hef verið að tala við hann lengi. Það er ekki hægt að panta af netinu, maður þarf að hringja og tala við hann.“Það er ekkert annað. Þú ert kominn með glænýjan plötusamning í hendurnar, nýjar gulltennur – má ekki gera ráð fyrir því að það sé plata á leiðinni? „Jú, það er plata á leiðinni. Hún kemur út næsta föstudag. Þetta er tólf laga plata sem ég er búinn að vinna mjög ákaft í allt árið 2016. Allt efnið á plötunni helst í hendur – það er svona gamaldags sci-fi fílingur á henni, það er eins og hún komi úr fortíðinni en líka framtíðinni: það er eins og hún sé eitthvað kolkrabbaskrímsli. Þessi plata á eftir að láta álfa og huldufólk efast um tilvist sína og hún minnir svolítið á fyrstu tungllendinguna.“Verða einhverjir skemmtilegir gestir á plötunni? „Alvia Islandia er á henni, Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé. Það er reyndar alveg ótrúlegt lag sem við gerðum – Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé í sama laginu með mér. Það er alveg klikkað lag þó ég segi sjálfur frá, alveg ótrúlegt. Það heitir Cadillac draumar.“
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira