Stungnir til bana þegar þeir vörðu tvær múslímakonur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 23:30 Árásarmaðurinn Joseph Christian var handtekinn af lögreglunni stuttu eftir árásina. Vísir/AFP Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira