Handbolti

Kiel rétt marði botnliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar sitja í 3. sæti deildarinnar.
Alfreð og félagar sitja í 3. sæti deildarinnar. vísir/getty
Kiel slapp með skrekkinn gegn Coburg, botnliði þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, í dag. Lokatölur 28-26, Kiel í vil.

Þegar þrjár mínútur voru eftir leiddi Coburg, 25-26. Leikmenn Kiel björguðu sér hins vegar fyrir horn með því skora síðustu þrjú mörk leiksins.

Þetta var afar mikilvægur sigur hjá Kiel sem á í harðri baráttu við Füchse Berlin um 3. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Marko Vujin var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk. Lukas Nilsson skoraði sex mörk og Patrick Wiencek fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×