Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 08:33 Donald Trump ræðir hér við Angelu Merkel á fundi G7-ríkjanna á Sikiley á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli. Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli.
Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46