Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 07:46 Jared Kushner er sá eini úr kosningateymi Trumo sem er til rannsóknar FBI. Vísir/Getty Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00