Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 07:46 Jared Kushner er sá eini úr kosningateymi Trumo sem er til rannsóknar FBI. Vísir/Getty Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00