Vill þriggja ára fangelsisdóm yfir Björgólfi auk tug milljóna sektar Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 13:00 Björgólfur Guðmundsson er fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans. Vísir/Vilhelm Saksóknari í Frakklandi hefur farið fram á skilorðsbundna fangelsisvist yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi yfirmanni bankans í Lúxemborg, og fimm öðrum í tengslum við rannsókn á lánum sem bankinn veitti í Lúxemborg fyrir hrun. Embætti saksóknarans vill að Björgólfur verði dæmdur til þriggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk sektargreiðslu upp á 300 þúsund evrur, sem nemur um 33 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef Le Echos en þar segir að embættið fari einni fram á að tveir fyrrverandi stjórnendur bankans í Lúxemborg verði dæmdir til þriggja skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk þess að greiða 100 þúsund evrur í sekt, sem nemur 11 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Greint var frá því haustið 2014 að franskur rannsóknardómari að nafni Renaud Van Ruymbeke hefði umrædd lán til rannsóknar og að Björgólfur og aðrir sem komu að rekstri Landsbankans væru grunaðir um fjársvik og samningsbrot.Söngvarinn frægi Enrico Macias er einn þeirra sem voru rukkaðir eftir að Landsbankinn fór á hausinn.Vísir/GettyHagnaður átti að greiða upp lánið Á vef Le Echos kemur fram að hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, saki Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Fengu viðskiptavinirnir lán út á fullt veð í eignum sínum á þeim forsendum að þeir fengju aðeins fjórðung af lánunum en restin færi í fjárfestingarsjóð. Hagnaðurinn af fjárfestingarsjóðnum átti síðan að greiða upp lánið. Le Echos segir Enrico Macias hafa höfðað mál árið 2009 en einu ári á undan hafði Landsbankinn verið tekinn yfir af íslenska ríkinu. Macias vildi geta endurbætur á húsi sínu í franska bænum Saint-Tropez. Franskir bankar neituðu honum um fimm milljóna evra framkvæmdalán. Hann fór til Landsbankans í Lúxemborg og fékk þar 35 milljóna evra lán sem veitti honum níu milljónir evra. Ekki fór það svo að lánið borgaði sig upp í gegnum fjárfestingarsjóði og var söngvarinn krafinn um 35 milljónir evra þegar bankinn fór á hausinn.Dómarinn sagði viðskiptavinina barnalega Macias hefur verið viðstaddur réttarhöldin í París í Frakklandi undanfarnar þrjár vikur en Les Echos hefur eftir honum að hann hafi lifað við ótta um að missa heimili sitt síðastliðin 10 ár. Les Echos segir dómara við réttinn hafa haldið því fram að viðskiptavinir Landsbankans hafi í einhverjum tilvikum verið fremur barnalegir. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir áhættunni sem fylgdi þessum lánum. Einn af verjendum þeirra sem urðu illa úti í þessum viðskiptum vill þó meina að þeir hafi verið blekktir þegar lánin voru kynnt fyrir þeim. Tengdar fréttir Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Saksóknari í Frakklandi hefur farið fram á skilorðsbundna fangelsisvist yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi yfirmanni bankans í Lúxemborg, og fimm öðrum í tengslum við rannsókn á lánum sem bankinn veitti í Lúxemborg fyrir hrun. Embætti saksóknarans vill að Björgólfur verði dæmdur til þriggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk sektargreiðslu upp á 300 þúsund evrur, sem nemur um 33 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef Le Echos en þar segir að embættið fari einni fram á að tveir fyrrverandi stjórnendur bankans í Lúxemborg verði dæmdir til þriggja skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk þess að greiða 100 þúsund evrur í sekt, sem nemur 11 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Greint var frá því haustið 2014 að franskur rannsóknardómari að nafni Renaud Van Ruymbeke hefði umrædd lán til rannsóknar og að Björgólfur og aðrir sem komu að rekstri Landsbankans væru grunaðir um fjársvik og samningsbrot.Söngvarinn frægi Enrico Macias er einn þeirra sem voru rukkaðir eftir að Landsbankinn fór á hausinn.Vísir/GettyHagnaður átti að greiða upp lánið Á vef Le Echos kemur fram að hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, saki Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Fengu viðskiptavinirnir lán út á fullt veð í eignum sínum á þeim forsendum að þeir fengju aðeins fjórðung af lánunum en restin færi í fjárfestingarsjóð. Hagnaðurinn af fjárfestingarsjóðnum átti síðan að greiða upp lánið. Le Echos segir Enrico Macias hafa höfðað mál árið 2009 en einu ári á undan hafði Landsbankinn verið tekinn yfir af íslenska ríkinu. Macias vildi geta endurbætur á húsi sínu í franska bænum Saint-Tropez. Franskir bankar neituðu honum um fimm milljóna evra framkvæmdalán. Hann fór til Landsbankans í Lúxemborg og fékk þar 35 milljóna evra lán sem veitti honum níu milljónir evra. Ekki fór það svo að lánið borgaði sig upp í gegnum fjárfestingarsjóði og var söngvarinn krafinn um 35 milljónir evra þegar bankinn fór á hausinn.Dómarinn sagði viðskiptavinina barnalega Macias hefur verið viðstaddur réttarhöldin í París í Frakklandi undanfarnar þrjár vikur en Les Echos hefur eftir honum að hann hafi lifað við ótta um að missa heimili sitt síðastliðin 10 ár. Les Echos segir dómara við réttinn hafa haldið því fram að viðskiptavinir Landsbankans hafi í einhverjum tilvikum verið fremur barnalegir. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir áhættunni sem fylgdi þessum lánum. Einn af verjendum þeirra sem urðu illa úti í þessum viðskiptum vill þó meina að þeir hafi verið blekktir þegar lánin voru kynnt fyrir þeim.
Tengdar fréttir Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45