Guðjón Valur getur orðið langelsti markakóngurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 06:00 Guðjón Valur á 38. aldursári og á mögleika á því að verða markakóngur í annað skiptið á ferlinum. Hann deilir efsta sætinu í dag. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty Handbolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty
Handbolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira