Barkley og Shaq kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 23:30 Reggie Miller með þeim Charles Barkley og Shaquille O'Neal. Vísir/Getty Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira