Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Erlend rútufyrirtæki bjóða ferðamönnum sem þessum ferðir á mun lægra verði en innlend. vísir/pjetur Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira