Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 14:49 Frá Costco í Kauptúni. Vísir/Eyþór „Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“ Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“
Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00