Vogunarsjóðir með kauprétt á 22 prósenta hlut í Arion fram í september Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2017 07:00 Í nóvember 2016 skrifuðu átta erlendir aðilar undir trúnaðaryfirlýsingar við Kaupþing vegna áhuga þeirra á að kaupa mögulega samtals á bilinu 10 til 30 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/Stefán Kaupréttur bandarískra vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu fyrir um 49 milljarða, á tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum gildir til 19. september næstkomandi, eða sex mánuðum eftir að tilkynnt var um kaupin. Þá var aðkoma Och-Ziff Capital Mangament að kaupunum háð því skilyrði að Seðlabanki Íslands veitti sjóðnum óafturkallanlega heimild til að verja fjárfestingu sína í bankanum, sem nam um 100 milljónum Bandaríkjadala, að fullu gagnvart gengisþróun krónunnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi Kaupþings til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra þann 14. febrúar síðastliðinn, tveimur dögum eftir að stjórn Kaupþings samþykkti tilboð þriggja fjárfesta í 22,57 prósenta hlut í Arion banka. Tilefni bréfsins var að óska eftir staðfestingu stjórnvalda á að sala á bankanum til erlendra aðila væri í samræmi við skilyrði sem voru sett þegar Kaupþingi var veitt undanþága frá lögum um gjaldeyrismál í janúar 2016 og eins að greiða mætti fyrir hlutina með Bandaríkjadölum eða evrum. Markaðurinn fékk bréfið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk annarra bréfa sem fóru á milli ráðuneytisins og Kaupþings í tengslum við kaupin í Arion banka, á grundvelli upplýsingalaga. Í svarbréfi ráðuneytisins til Kaupþings þann 27. febrúar er staðfest, byggt á upplýsingum frá Kaupþingi og greiningu Seðlabankans, að salan á Arion banka ógni ekki gengis-, peninga,- eða fjármálastöðugleika.Undanþágan næði til allra fjárfestanna Ekki hefur áður verið upplýst í hversu langan tíma kaupréttur sjóðanna gildir en þegar tilkynnt var um kaupin fyrir rúmlega tveimur mánuðum sagði að þeir myndu „renna út áður en kemur að mögulegu almennu útboði á hlutum í Arion banka“. Óvíst er um tímasetningu fyrirhugaðs útboðs en stefnt hefur verið að tvíhliða skráningu á bankanum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, sem gæti mögulega farið fram næstkomandi haust. Ef fjárfestarnir nýta sér allir kaupréttinn þá mun Kaupþing að óbreyttu selja um 36 prósenta hlut í gegnum hlutafjárútboð. Í bréfinu hafa upplýsingar um á hvaða gengi kauprétturinn er verið afmáðar, þar sem þær teljast varða viðskipta- og samningshagsmuni, en áður hefur komið fram að hann sé á hærra verði en greitt var fyrir bréfin í lokaða útboðinu í mars síðastliðnum. Þótt hinir fjárfestarnir að Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital og Goldman Sachs – hafi ekki gert það að skilyrði fyrir kaupum sínum að fá undanþágu til útgáfu gjaldmiðlaskiptasamninga, þá kemur fram í bréfinu að ef Seðlabankinn samþykkti beiðni Och-Ziff, sem var upphaflega óskað eftir 23. desember 2016, þá myndi sú heimild um leið ná til allra í kaupendahópnum. Tíu dögum síðar tilkynnti Seðlabankinn að hann teldi nú forsendur fyrir hendi til að veita tilteknar undanþágur vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Kaup Och-Ziff á tæplega 6,6 prósenta hlut í bankanum gátu því gengið eftir. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að fjárfesting vogunarsjóðanna og Goldman Sachs sé varin samanlagt að ríflega 40 prósenta hluta gagnvart gengisflökti krónunnar. Taconic Capital og Attestor Capital, sem keyptu hvort um sig 9,99 prósent í bankanum, eru með samninga um gengisvarnir sem nema um og yfir 40 prósentum af fjárfestingum þeirra. Fjárfesting Och-Ziff er hins vegar að langstærstum hluta varin gagnvart gengi krónunnar.Átta erlendir aðilar skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingu Kaupin í Arion banka áttu sér talsverðan aðdraganda. Þannig er upplýst um það í öðru bréfi Kaupþings til Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins, sem var sent 24. nóvember 2016, að félagið búist við að selja samanlagt á bilinu 10 til 30 prósenta hlut í Arion banka til erlendra fjárfesta í lokuðu útboði. Á þeim tíma var gert ráð fyrir að slík sala færi fram áður en hlutafjárútboð yrði haldið á fyrri árshelmingi 2017. Fram kemur í bréfinu að auk íslenskra fagfjárfesta, sem Kaupþing hafi átt í viðræðum við vegna mögulegrar þátttöku í kaupum í lokuðu útboði, þá hafi átta erlendir aðilar skrifað undir trúnaðaryfirlýsingar við Kaupþing vegna áhuga þeirra á að taka þátt í slíku útboði. Búið er að strika yfir nöfn þeirra fjögurra fjárfestingarsjóða sem að lokum keyptu ekki í bankanum en í bréfinu segir að allir þessir aðilar hafi jafnframt verið núverandi eða fyrrverandi hluthafar í Kaupþingi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Kaupréttur bandarískra vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu fyrir um 49 milljarða, á tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum gildir til 19. september næstkomandi, eða sex mánuðum eftir að tilkynnt var um kaupin. Þá var aðkoma Och-Ziff Capital Mangament að kaupunum háð því skilyrði að Seðlabanki Íslands veitti sjóðnum óafturkallanlega heimild til að verja fjárfestingu sína í bankanum, sem nam um 100 milljónum Bandaríkjadala, að fullu gagnvart gengisþróun krónunnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi Kaupþings til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra þann 14. febrúar síðastliðinn, tveimur dögum eftir að stjórn Kaupþings samþykkti tilboð þriggja fjárfesta í 22,57 prósenta hlut í Arion banka. Tilefni bréfsins var að óska eftir staðfestingu stjórnvalda á að sala á bankanum til erlendra aðila væri í samræmi við skilyrði sem voru sett þegar Kaupþingi var veitt undanþága frá lögum um gjaldeyrismál í janúar 2016 og eins að greiða mætti fyrir hlutina með Bandaríkjadölum eða evrum. Markaðurinn fékk bréfið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk annarra bréfa sem fóru á milli ráðuneytisins og Kaupþings í tengslum við kaupin í Arion banka, á grundvelli upplýsingalaga. Í svarbréfi ráðuneytisins til Kaupþings þann 27. febrúar er staðfest, byggt á upplýsingum frá Kaupþingi og greiningu Seðlabankans, að salan á Arion banka ógni ekki gengis-, peninga,- eða fjármálastöðugleika.Undanþágan næði til allra fjárfestanna Ekki hefur áður verið upplýst í hversu langan tíma kaupréttur sjóðanna gildir en þegar tilkynnt var um kaupin fyrir rúmlega tveimur mánuðum sagði að þeir myndu „renna út áður en kemur að mögulegu almennu útboði á hlutum í Arion banka“. Óvíst er um tímasetningu fyrirhugaðs útboðs en stefnt hefur verið að tvíhliða skráningu á bankanum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, sem gæti mögulega farið fram næstkomandi haust. Ef fjárfestarnir nýta sér allir kaupréttinn þá mun Kaupþing að óbreyttu selja um 36 prósenta hlut í gegnum hlutafjárútboð. Í bréfinu hafa upplýsingar um á hvaða gengi kauprétturinn er verið afmáðar, þar sem þær teljast varða viðskipta- og samningshagsmuni, en áður hefur komið fram að hann sé á hærra verði en greitt var fyrir bréfin í lokaða útboðinu í mars síðastliðnum. Þótt hinir fjárfestarnir að Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital og Goldman Sachs – hafi ekki gert það að skilyrði fyrir kaupum sínum að fá undanþágu til útgáfu gjaldmiðlaskiptasamninga, þá kemur fram í bréfinu að ef Seðlabankinn samþykkti beiðni Och-Ziff, sem var upphaflega óskað eftir 23. desember 2016, þá myndi sú heimild um leið ná til allra í kaupendahópnum. Tíu dögum síðar tilkynnti Seðlabankinn að hann teldi nú forsendur fyrir hendi til að veita tilteknar undanþágur vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Kaup Och-Ziff á tæplega 6,6 prósenta hlut í bankanum gátu því gengið eftir. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að fjárfesting vogunarsjóðanna og Goldman Sachs sé varin samanlagt að ríflega 40 prósenta hluta gagnvart gengisflökti krónunnar. Taconic Capital og Attestor Capital, sem keyptu hvort um sig 9,99 prósent í bankanum, eru með samninga um gengisvarnir sem nema um og yfir 40 prósentum af fjárfestingum þeirra. Fjárfesting Och-Ziff er hins vegar að langstærstum hluta varin gagnvart gengi krónunnar.Átta erlendir aðilar skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingu Kaupin í Arion banka áttu sér talsverðan aðdraganda. Þannig er upplýst um það í öðru bréfi Kaupþings til Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins, sem var sent 24. nóvember 2016, að félagið búist við að selja samanlagt á bilinu 10 til 30 prósenta hlut í Arion banka til erlendra fjárfesta í lokuðu útboði. Á þeim tíma var gert ráð fyrir að slík sala færi fram áður en hlutafjárútboð yrði haldið á fyrri árshelmingi 2017. Fram kemur í bréfinu að auk íslenskra fagfjárfesta, sem Kaupþing hafi átt í viðræðum við vegna mögulegrar þátttöku í kaupum í lokuðu útboði, þá hafi átta erlendir aðilar skrifað undir trúnaðaryfirlýsingar við Kaupþing vegna áhuga þeirra á að taka þátt í slíku útboði. Búið er að strika yfir nöfn þeirra fjögurra fjárfestingarsjóða sem að lokum keyptu ekki í bankanum en í bréfinu segir að allir þessir aðilar hafi jafnframt verið núverandi eða fyrrverandi hluthafar í Kaupþingi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira