Aukum og samþættum heimaþjónustu Heiða Björg Hilmisdóttir og Gunnar Ólafsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun