Aukum og samþættum heimaþjónustu Heiða Björg Hilmisdóttir og Gunnar Ólafsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun