Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 14:15 Milos Milojevic var ekki lengi án starfs. vísir/vilhelm Breiðablik er búið að ganga frá þjálfararáðningu en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan það lét Arnar Grétarsson fara eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings í Reykjavík, var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er. Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi leikmaður Blika og núverandi þjálfari í 2. flokk félagsins, verður aðstoðarmaður Serbans hjá meistaraflokknum. Milos sagði upp störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deildinni en „óyfirstíganlegur ágreiningur“ hans og stjórnar Fossvogsliðsins var sögð ástæða uppsagnarinnar. Serbinn 35 ára gamli tók við aðalþjálfarastarfinu hjá Víkingum um mitt sumar 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en hann var áður aðstoðarmaður hans. Saman komu þeir Víkingsliðinu upp úr 1. deildinni 2013 og í Evrópukeppni sem nýliðar í Pepsi-deildinni árið 2014. Undir stjórn Milosar hélt liðið sér uppi þrátt fyrir erfiða stöðu um mitt mót árið 2015 og í fyrra settu Víkingar stigamet þegar þeir náðu í 32 stig í Pepsi-deildinni og höfnuðu í sjöunda sæti. Sigurður Víðisson hefur stýrt Breiðabliki í undanförnum þremur leikjum í deild og bikar. Tveir fyrstu töpuðust en Blikar unnu slag þjálfaralausu liðanna í Víkinni í gær, 3-2. Það var fyrsti sigur Breiðabliks í Víkinni síðan árið 1991. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Blika í Pepsi-deildinni í sumar en þeir eru með þrjú stig eins og Víkingar. Milos Milojevic kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Hamri en hann gekk í raðir Víkings sem leikmaður árið 2010. Hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginum, var yfirþjálfari og síðar aðalþjálfari. Fyrsta verkefni Milosar sem þjálfari Breiðabliks verður útileikur á móti ÍA á mánudaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Breiðablik er búið að ganga frá þjálfararáðningu en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan það lét Arnar Grétarsson fara eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings í Reykjavík, var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er. Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi leikmaður Blika og núverandi þjálfari í 2. flokk félagsins, verður aðstoðarmaður Serbans hjá meistaraflokknum. Milos sagði upp störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deildinni en „óyfirstíganlegur ágreiningur“ hans og stjórnar Fossvogsliðsins var sögð ástæða uppsagnarinnar. Serbinn 35 ára gamli tók við aðalþjálfarastarfinu hjá Víkingum um mitt sumar 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en hann var áður aðstoðarmaður hans. Saman komu þeir Víkingsliðinu upp úr 1. deildinni 2013 og í Evrópukeppni sem nýliðar í Pepsi-deildinni árið 2014. Undir stjórn Milosar hélt liðið sér uppi þrátt fyrir erfiða stöðu um mitt mót árið 2015 og í fyrra settu Víkingar stigamet þegar þeir náðu í 32 stig í Pepsi-deildinni og höfnuðu í sjöunda sæti. Sigurður Víðisson hefur stýrt Breiðabliki í undanförnum þremur leikjum í deild og bikar. Tveir fyrstu töpuðust en Blikar unnu slag þjálfaralausu liðanna í Víkinni í gær, 3-2. Það var fyrsti sigur Breiðabliks í Víkinni síðan árið 1991. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Blika í Pepsi-deildinni í sumar en þeir eru með þrjú stig eins og Víkingar. Milos Milojevic kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Hamri en hann gekk í raðir Víkings sem leikmaður árið 2010. Hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginum, var yfirþjálfari og síðar aðalþjálfari. Fyrsta verkefni Milosar sem þjálfari Breiðabliks verður útileikur á móti ÍA á mánudaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Breiðablik 2-3 | Blikar komnir á blað eftir langþráðan sigur Leikmenn Breiðabliks gerðu sér góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar liðið lagði Víking R. í víkinni, 1-3. Liðið er því loksins komið á blað í deildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum. 21. maí 2017 22:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06