Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 11:30 Sigrún segir það mikið áhyggjuefni hversu mjög er að fjölga í hópi HIV jákvæðra. Vísir/Getty Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum. Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum.
Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27