Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2017 10:32 Árni Finnsson er ekki einn þeirra sem fagnar lágu bensínverði og segir það almennt verra fyrir loftslagið. Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð. Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð.
Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00