„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 22. maí 2017 00:03 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira