Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2017 20:46 Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur. Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur.
Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28