Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2017 20:45 Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30