Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2017 18:24 Guðlaugur bendir sínum mönnum á að halda ró. Vísir/Ernir Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09