Kane með þrennu er Tottenham skoraði sjö | Terry kvaddur með sigri | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. maí 2017 16:00 Harry Kane tryggði sér endanlega gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum í 7-1 sigri Tottenham á Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikmenn Hull gjörsamlega brotnuðu saman á lokasprettinum og fengu fjögur mörk á sig á tuttugu mínútna kafla. Það var ljóst að hvorugt þessarra liða hafði að einhverju að keppa í dag en það stöðvaði ekki Tottenham-menn sem blésu til veislu til að ljúka besta tímabili félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Kane skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Dele Alli bætti við einu en Sam Clucas minnkaði muninn fyrir Hull á 66. mínútu leiksins. Victor Wanyama bætti við fjórða marki Tottenham stuttu síðar og Harry Kane innsiglaði sigurinn á 72. mínútu. Varnarmennirnir Ben Davies og Toby Alderweireld bættu við sitt hvoru markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Hull-manna sem fara niður með skottið á milli lappanna eftir eitt ár í deild þeirra bestu. Meistararnir í Chelsea lentu undir snemma leiks gegn botnliði Sunderland í kveðjuleik John Terry en fimm mörk meistaranna tryggðu liðinu sigur. Javier Manquillo kom Sunderland yfir á 3. mínútu en mörk frá Willian, Eden Hazard, Pedro og Michy Batshuayi tryggðu Chelsea sigur. Var þetta síðasti leikur John Terry fyrir félagið sem hann hefur verið á mála hjá í 22. ár en hann var tekinn af velli á 26. mínútu og stóðu leikmenn Chelsea heiðursvörð um hann er hann gekk af velli á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea í síðasta skiptið. Þá vann Manchester United öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli en nýliðinn Joshua Harrop sem fékk eldskírn sína í byrjunarliði Manchester United braut ísinn fyrir heimamenn áður en Paul Pogba bætti við. Jose Mourinho hvíldi flestar af stjörnum sínum í leiknum fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en Pogba og Jese Lingard komu af velli undir lok fyrri hálfleiks. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í 1-2 tapi Burnley á heimavelli gegn West Ham á Turf Moor en með sigri átti Burnley möguleika á því að lyfta sér upp í þrettánda sæti en nýliðarnir lentu í 16. sæti á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Er það í fyrsta skiptið sem Burnley nær að halda sæti sínu í deild þeirra bestu í þriðju tilraun. Þá vann Stoke City 1-0 sigur á útivelli gegn Southampton en Leicester City þurfti að sætta sig við stig í lokaumferðinni gegn Bournemouth á útivelli þar sem Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar frá Egilsstöðum, þreytti frumraun sína í marki Bournemouth. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45 Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00 City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45 Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08 Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira
Harry Kane tryggði sér endanlega gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum í 7-1 sigri Tottenham á Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikmenn Hull gjörsamlega brotnuðu saman á lokasprettinum og fengu fjögur mörk á sig á tuttugu mínútna kafla. Það var ljóst að hvorugt þessarra liða hafði að einhverju að keppa í dag en það stöðvaði ekki Tottenham-menn sem blésu til veislu til að ljúka besta tímabili félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Kane skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Dele Alli bætti við einu en Sam Clucas minnkaði muninn fyrir Hull á 66. mínútu leiksins. Victor Wanyama bætti við fjórða marki Tottenham stuttu síðar og Harry Kane innsiglaði sigurinn á 72. mínútu. Varnarmennirnir Ben Davies og Toby Alderweireld bættu við sitt hvoru markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Hull-manna sem fara niður með skottið á milli lappanna eftir eitt ár í deild þeirra bestu. Meistararnir í Chelsea lentu undir snemma leiks gegn botnliði Sunderland í kveðjuleik John Terry en fimm mörk meistaranna tryggðu liðinu sigur. Javier Manquillo kom Sunderland yfir á 3. mínútu en mörk frá Willian, Eden Hazard, Pedro og Michy Batshuayi tryggðu Chelsea sigur. Var þetta síðasti leikur John Terry fyrir félagið sem hann hefur verið á mála hjá í 22. ár en hann var tekinn af velli á 26. mínútu og stóðu leikmenn Chelsea heiðursvörð um hann er hann gekk af velli á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea í síðasta skiptið. Þá vann Manchester United öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli en nýliðinn Joshua Harrop sem fékk eldskírn sína í byrjunarliði Manchester United braut ísinn fyrir heimamenn áður en Paul Pogba bætti við. Jose Mourinho hvíldi flestar af stjörnum sínum í leiknum fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en Pogba og Jese Lingard komu af velli undir lok fyrri hálfleiks. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í 1-2 tapi Burnley á heimavelli gegn West Ham á Turf Moor en með sigri átti Burnley möguleika á því að lyfta sér upp í þrettánda sæti en nýliðarnir lentu í 16. sæti á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Er það í fyrsta skiptið sem Burnley nær að halda sæti sínu í deild þeirra bestu í þriðju tilraun. Þá vann Stoke City 1-0 sigur á útivelli gegn Southampton en Leicester City þurfti að sætta sig við stig í lokaumferðinni gegn Bournemouth á útivelli þar sem Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar frá Egilsstöðum, þreytti frumraun sína í marki Bournemouth.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45 Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00 City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45 Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08 Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira
Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45
Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00
City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45
Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08
Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45