Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 13:05 Donald Trump í athöfn í Sádi-Arabíu í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“ Donald Trump Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“
Donald Trump Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira