Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2017 17:36 Sergej Lavrov (t.v.), Donald Trump og Sergej Kislyak, sendiherra (t.h.) á fundi þeirra í Hvíta húsinu 10. maí. Vísir/AFP Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum. Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum.
Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00
Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29