Frumsýning: Kött Grá Pjé með lagið fyrir Dag rauða nefsins í ár Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:15 Kött Grá Pjé UNICEF Lag Dags rauða nefsins hjá UNICEF í ár er samið og flutt af rapparanum Atla Sigþórssyni, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Lagið ber heitið Opnum dyrnar en höfundar þess ásamt Kött Grá Pjé eru þau Karó, Kristján Eldjárn og Magnús Öder. Í tilkynningu frá UNICEF segir að Kött Grá Pjé hafi gert textann í samstarfi við Karó sem syngur viðlagið. „Textinn fjallar meðal annars um það hversu gott margir hafi það í raun hér á landi og að hollt sé að líta í kringum sig og átta sig á því í hversu erfiðum aðstæðum fólk sé um allan heim. Okkur beri skylda til að leggja okkar af mörkum til að aðstoða þau sem virkilega þurfi á því að halda. Sjálfur hefur Kött Grá Pjé verið heimsforeldri hjá UNICEF í heil ellefu ár. Allir sem koma að laginu gera það í sjálfboðavinnu. Magnús Öder og Styrmir Hauksson sáu um upptöku lagsins og hljóðblöndun,“ segir í tilkynningunni. „Við hjá UNICEF erum ákaflega þakklát öllu þessu góða fólki. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og baráttu heimsforeldra fyrir betri heimi fyrir öll börn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Kött Grá Pjé fylgir í fótspor margra þjóðþekktra listamanna, en lagið er það sjöunda sem samið er fyrir UNICEF af þessu tilefni. „Á síðasta degi rauða nefsins gerðu Reykjavíkurdætur og Pollapönk lag dagsins sem bar heitið Tabula rasa. Þar áður lagði FM Belfast UNICEF lið með laginu Öll í kór og árin þar á undan Páll Óskar Hjálmtýsson og Redd Lights með laginu Megi það byrja með mér, Retro Stefson með laginu Dagur rauða nefsins og Ljótu hálfvitarnir með laginu Hættu þessu væli. Baggalútur á hins vegar heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi og bar heitið Brostu. Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. Heimsforeldrar styðja í hverjum mánuði hjálparstarf UNICEF í þágu barna um allan heim. Þeir styðja baráttu UNICEF fyrir öll heimsins börn – hvar sem þau búa og hver sem þau eru. Á degi rauða nefsins síðastliðin ár hafa þúsundir Íslendinga bæst í hóp heimsforeldra UNICEF,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Lag Dags rauða nefsins hjá UNICEF í ár er samið og flutt af rapparanum Atla Sigþórssyni, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Lagið ber heitið Opnum dyrnar en höfundar þess ásamt Kött Grá Pjé eru þau Karó, Kristján Eldjárn og Magnús Öder. Í tilkynningu frá UNICEF segir að Kött Grá Pjé hafi gert textann í samstarfi við Karó sem syngur viðlagið. „Textinn fjallar meðal annars um það hversu gott margir hafi það í raun hér á landi og að hollt sé að líta í kringum sig og átta sig á því í hversu erfiðum aðstæðum fólk sé um allan heim. Okkur beri skylda til að leggja okkar af mörkum til að aðstoða þau sem virkilega þurfi á því að halda. Sjálfur hefur Kött Grá Pjé verið heimsforeldri hjá UNICEF í heil ellefu ár. Allir sem koma að laginu gera það í sjálfboðavinnu. Magnús Öder og Styrmir Hauksson sáu um upptöku lagsins og hljóðblöndun,“ segir í tilkynningunni. „Við hjá UNICEF erum ákaflega þakklát öllu þessu góða fólki. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og baráttu heimsforeldra fyrir betri heimi fyrir öll börn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Kött Grá Pjé fylgir í fótspor margra þjóðþekktra listamanna, en lagið er það sjöunda sem samið er fyrir UNICEF af þessu tilefni. „Á síðasta degi rauða nefsins gerðu Reykjavíkurdætur og Pollapönk lag dagsins sem bar heitið Tabula rasa. Þar áður lagði FM Belfast UNICEF lið með laginu Öll í kór og árin þar á undan Páll Óskar Hjálmtýsson og Redd Lights með laginu Megi það byrja með mér, Retro Stefson með laginu Dagur rauða nefsins og Ljótu hálfvitarnir með laginu Hættu þessu væli. Baggalútur á hins vegar heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi og bar heitið Brostu. Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. Heimsforeldrar styðja í hverjum mánuði hjálparstarf UNICEF í þágu barna um allan heim. Þeir styðja baráttu UNICEF fyrir öll heimsins börn – hvar sem þau búa og hver sem þau eru. Á degi rauða nefsins síðastliðin ár hafa þúsundir Íslendinga bæst í hóp heimsforeldra UNICEF,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“