Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. maí 2017 13:15 Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, segir frumvarpið koma til með að brjóta höfundarréttarlög. Þorsteinn Víglundsson, jafnréttismálaráðherra, vill viðræður við Staðlaráð um lendingu á málinu. Mynd/samsett Þingheimur stefnir á að afgreiða frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um jafnlaunavottun í dag en umræður um frumvarpið stóðu til klukan hálf tvö í nótt. Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum í meðförum Allsherjar- og menntamálanefndar. Fulltrúar Pírata í nefndinni hafa bent á að brotalamir séu á frumvarpinu þrátt fyrir breytingar meirihlutans. Meðal breytinga sem meirihlutinn leggur til sé að birta staðlana opinberlega. Í umsögn Staðlaráðs Íslands með frumvarpinu kemur þá fram margvísleg gagnrýni á frumvarpið. Í minnihlutaáliti allsherjar- og menntamálanefndar er samráðsleysi við Staðlaráð gagnrýnt og hefur ráðið nú sent allsherjar- og menntamálanefnd bréf þess efnis að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar þess efnis að kröfur jafnlaunastaðalsins skuli birtar í reglugerð jafngildi eignaupptöku á eignum ráðsins.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var flutningsmaður minnihlutaálits nefndarinnar og tók undir með áhyggjum Staðlaráðs.vísir/anton brink„Það er okkar álit og það er stutt af áliti hæstaréttarlögmanns sem við leituðum til,“ segir Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs. „Staðlar falla undir höfundarrét og ef að ætti að fara að taka þennan staðal og birta hann á opinberum vettvangi líkt og lögin gera ráð fyrir er það klárt brot á okkar höfundarrétti,“ segir Guðrún um breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um jafnlaunavottun. Áður hefur verið greint frá umsögn Staðlaráðs þess efnis að það telji óráðið að lögfesta staðal með þessum hætti. Heldur ætti hann að vera valfrjáls. „Staðlaráð telur ekki rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða staðalinn,“ segir hún. „Staðlar eru fyrst og fremst ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eru hugsaðir til að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera einhver skyldubundin úrræði. Við bendum á það að vottun á jafnlaunakerfi getur verið lausn sem henti mörgum fyrirtækjum en kannski ekkert endilega öllum.“ Hún segir það óráðið að meitla staðalinn í stein með lögum enda taki staðlar reglulega breytingum. „Við bendum líka á þá annmarka að vísa til staðalsins eins og er gert í frumvarpinu vegna þess að staðlar eru þess eðlis að þeir breytast og eru endurskoðaðir á nokkurra ára fresti og það fer að koma tími til að endurskoða þennan staðal. Hann er búinn að vera til í rúm fjögur ár,“ segir Guðrún. Á þingfundi í nótt sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, að stjórnvöld þyrftu að vera vakandi fyrir framkvæmd staðalsins og mögulegum úrbótum. Hann ítrekaði þó í gær að honum þætti æskilegt að birta staðalinn opinberlega þrátt fyrir viðvaranir Staðlaráðs. Hann vill ræða við Staðlaráð um lausnir til að ná því markmiði. „Við munum takast á hendur þá áskorun [Allsherjarnefndar] að setjast niður með Staðlaráði og tryggja að svo sé,“ sagði hann á þingfundi í nótt. „Það er þó rétt að taka það fram að það er skýrt í lögum um Staðlaráð hvernig staðið skuli að lögbindingu staðla og eftir því er farið með þeirri aðferðafræði sem lagt er hér upp með“Uppfært 14:06 Allsherjar- og Menntamálanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi framhaldsnefndarálit þar sem gagnrýni Staðlaráðs er tekið til greina og fallið er frá ákæði er varða birtingu staðla í reglugerðum. Lesa má álit nefndarinnar hér:„Nefndin hefur fjallað um málið að nýju og tekið til sérstakrar umfjöllunar birtingu á staðli um launajafnrétti vegna breytingartillögu meiri hlutans um að ráðherra geti með reglugerð falið öðru stjórnvaldi eða Staðlaráði Íslands birtingu staðalsins ÍST 85. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að stjórnvöld gætu ekki birt eða falið Staðlaráði Íslands að birta staðalinn í heild vegna höfundarréttar Staðlaráðs Íslands á staðlinum. Líkt og fram kemur í lögum um staðla og Staðlaráð Íslands og vísað er til í fyrra áliti meiri hlutans geta stjórnvöld gert notkun tilgreinds staðals skyldubundinn með vísun til hans og hlutaðeigandi laga. Skal staðall þá staðfestur með reglugerð af hlutaðeigandi ráðuneyti og skal í reglugerð vísa til staðalsins. Meiri hlutinn telur mikilvægt að höfundarréttur Staðlaráðs Íslands á staðlinum sé virtur en leggur áherslu á að aðgengi að staðlinum verði tryggt vegna þeirrar skyldu sem frumvarpið felur í sér gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Meiri hlutinn telur rétt að falla frá breytingartillögu um að ráðherra geti með reglugerð falið öðru stjórnvaldi eða Staðlaráði Íslands birtingu staðalsins ÍST 85. Meiri hlutinn beinir því til velferðarráðuneytis, í samráði við Staðlaráð Íslands, að semja um aðgang að staðlinum verði frumvarpið að lögum.“ Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Sjá meira
Þingheimur stefnir á að afgreiða frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um jafnlaunavottun í dag en umræður um frumvarpið stóðu til klukan hálf tvö í nótt. Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum í meðförum Allsherjar- og menntamálanefndar. Fulltrúar Pírata í nefndinni hafa bent á að brotalamir séu á frumvarpinu þrátt fyrir breytingar meirihlutans. Meðal breytinga sem meirihlutinn leggur til sé að birta staðlana opinberlega. Í umsögn Staðlaráðs Íslands með frumvarpinu kemur þá fram margvísleg gagnrýni á frumvarpið. Í minnihlutaáliti allsherjar- og menntamálanefndar er samráðsleysi við Staðlaráð gagnrýnt og hefur ráðið nú sent allsherjar- og menntamálanefnd bréf þess efnis að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar þess efnis að kröfur jafnlaunastaðalsins skuli birtar í reglugerð jafngildi eignaupptöku á eignum ráðsins.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var flutningsmaður minnihlutaálits nefndarinnar og tók undir með áhyggjum Staðlaráðs.vísir/anton brink„Það er okkar álit og það er stutt af áliti hæstaréttarlögmanns sem við leituðum til,“ segir Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs. „Staðlar falla undir höfundarrét og ef að ætti að fara að taka þennan staðal og birta hann á opinberum vettvangi líkt og lögin gera ráð fyrir er það klárt brot á okkar höfundarrétti,“ segir Guðrún um breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um jafnlaunavottun. Áður hefur verið greint frá umsögn Staðlaráðs þess efnis að það telji óráðið að lögfesta staðal með þessum hætti. Heldur ætti hann að vera valfrjáls. „Staðlaráð telur ekki rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða staðalinn,“ segir hún. „Staðlar eru fyrst og fremst ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eru hugsaðir til að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera einhver skyldubundin úrræði. Við bendum á það að vottun á jafnlaunakerfi getur verið lausn sem henti mörgum fyrirtækjum en kannski ekkert endilega öllum.“ Hún segir það óráðið að meitla staðalinn í stein með lögum enda taki staðlar reglulega breytingum. „Við bendum líka á þá annmarka að vísa til staðalsins eins og er gert í frumvarpinu vegna þess að staðlar eru þess eðlis að þeir breytast og eru endurskoðaðir á nokkurra ára fresti og það fer að koma tími til að endurskoða þennan staðal. Hann er búinn að vera til í rúm fjögur ár,“ segir Guðrún. Á þingfundi í nótt sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, að stjórnvöld þyrftu að vera vakandi fyrir framkvæmd staðalsins og mögulegum úrbótum. Hann ítrekaði þó í gær að honum þætti æskilegt að birta staðalinn opinberlega þrátt fyrir viðvaranir Staðlaráðs. Hann vill ræða við Staðlaráð um lausnir til að ná því markmiði. „Við munum takast á hendur þá áskorun [Allsherjarnefndar] að setjast niður með Staðlaráði og tryggja að svo sé,“ sagði hann á þingfundi í nótt. „Það er þó rétt að taka það fram að það er skýrt í lögum um Staðlaráð hvernig staðið skuli að lögbindingu staðla og eftir því er farið með þeirri aðferðafræði sem lagt er hér upp með“Uppfært 14:06 Allsherjar- og Menntamálanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi framhaldsnefndarálit þar sem gagnrýni Staðlaráðs er tekið til greina og fallið er frá ákæði er varða birtingu staðla í reglugerðum. Lesa má álit nefndarinnar hér:„Nefndin hefur fjallað um málið að nýju og tekið til sérstakrar umfjöllunar birtingu á staðli um launajafnrétti vegna breytingartillögu meiri hlutans um að ráðherra geti með reglugerð falið öðru stjórnvaldi eða Staðlaráði Íslands birtingu staðalsins ÍST 85. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að stjórnvöld gætu ekki birt eða falið Staðlaráði Íslands að birta staðalinn í heild vegna höfundarréttar Staðlaráðs Íslands á staðlinum. Líkt og fram kemur í lögum um staðla og Staðlaráð Íslands og vísað er til í fyrra áliti meiri hlutans geta stjórnvöld gert notkun tilgreinds staðals skyldubundinn með vísun til hans og hlutaðeigandi laga. Skal staðall þá staðfestur með reglugerð af hlutaðeigandi ráðuneyti og skal í reglugerð vísa til staðalsins. Meiri hlutinn telur mikilvægt að höfundarréttur Staðlaráðs Íslands á staðlinum sé virtur en leggur áherslu á að aðgengi að staðlinum verði tryggt vegna þeirrar skyldu sem frumvarpið felur í sér gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Meiri hlutinn telur rétt að falla frá breytingartillögu um að ráðherra geti með reglugerð falið öðru stjórnvaldi eða Staðlaráði Íslands birtingu staðalsins ÍST 85. Meiri hlutinn beinir því til velferðarráðuneytis, í samráði við Staðlaráð Íslands, að semja um aðgang að staðlinum verði frumvarpið að lögum.“
Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Sjá meira