Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. maí 2017 21:15 Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Dr. Jeroen Oskam er prófessor í hótelháskóla í Hollandi og hefur greint stöðu Airbnb og áhrif þess á ferðaþjónustu og borgarlíf. Á hádegisfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag kynnti hann stöðuna á Airbnb í Reykjavík í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu, en sérstaða Reykjavíkur er hversu hátt hlutfall fasteigna borgarinnar er í útleigu.Markaðshlutdeildin geti verið 24 prósent Samkvæmt greiningu Oskam lítur markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaði fyrir að vera um 24 prósent á árinu 2016 þó skortur á gagnsæi vegna Airbnb geri það erfitt að fullyrða með vissu um hlutdeildina, að því er fram kemur í tilkynningu SAF. Þá er áætlað að tekjur af Airbnb gistingu hér á landi á liðnu ári hafi numið 5,7 milljörðum króna. Árið 2016 voru 4256 eignir í útleigu í Reykjavík en um 1000 fleiri voru á skrá Airbnb-síður. Ríflega 416 þúsund nætur voru í útleigu og hver leiga var að meðaltali þrír og hálfur dagur. Gestir í hverri íbúð voru að meðaltali 2,8 til 3,7. Samtals gistu því 380 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum í Reykjavík árið 2016. Nú á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefur svo orðið 90 prósent aukning á leigu sé miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. „Áhyggjur mínar af Reykjavík eru þær að hafi fólk hús í miðborginni sem það vill leigja. Í fyrsta lagi er þetta mjög dýrt en í öðru lagi þá vill enginn búa í miðborg því það verður ekkert gaman að búa þar því göturnar þar verða tómar,“ segir Dr. Oskam.Meirihluti að leigja út fleiri en eina eign Á Íslandi eru eingöngu 40 prósent gestgjafa með eina eign í leigu og þá í mörgum tilfellum eigið heimili. Í tæplega 16 prósentum tilfella eru gestgjafar með tvær eignir til leigu í Airbnb, 32 prósent með 3 til 10 eignir og 11,5 prósent með meira en tíu eignir. Dr. Oskam segir þessa þróun vera langt frá hugmyndafræði Airbnb. „Airbnb keyrir á þeirri ímynd að það hafi áhrif til framfara í borgum og styðji við þá borgarbúa sem þurfi á því að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að Airbnb keyrir áfram breytingar í miðborgum sem gerir það í raun ómögulegt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að búa þar.“ Dr. Oskam telur ekki hægt að banna Airbnb á Íslandi og erfitt hafi reynst að koma á lögum í öðrum borgum en hann hvetur borgir sem hafa glímt við mikinn fjölda Airbnb-íbúða og áhrif hans að komast að því hvað er í raun að gerast í borgunum vegna Airbnb. Þá sé mikilvægt að borgirnar vinni saman og segi Airbnb hversu neikvæð áhrif það hefur á borgirnar. Þannig geti þær krafið fyrirtækið um tölfræðiupplýsingar sem það vill síður láta af hendi svo borgaryfirvöld megi koma í veg fyrir offjölgun ferðamanna, neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og svo framvegis. Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Dr. Jeroen Oskam er prófessor í hótelháskóla í Hollandi og hefur greint stöðu Airbnb og áhrif þess á ferðaþjónustu og borgarlíf. Á hádegisfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag kynnti hann stöðuna á Airbnb í Reykjavík í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu, en sérstaða Reykjavíkur er hversu hátt hlutfall fasteigna borgarinnar er í útleigu.Markaðshlutdeildin geti verið 24 prósent Samkvæmt greiningu Oskam lítur markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaði fyrir að vera um 24 prósent á árinu 2016 þó skortur á gagnsæi vegna Airbnb geri það erfitt að fullyrða með vissu um hlutdeildina, að því er fram kemur í tilkynningu SAF. Þá er áætlað að tekjur af Airbnb gistingu hér á landi á liðnu ári hafi numið 5,7 milljörðum króna. Árið 2016 voru 4256 eignir í útleigu í Reykjavík en um 1000 fleiri voru á skrá Airbnb-síður. Ríflega 416 þúsund nætur voru í útleigu og hver leiga var að meðaltali þrír og hálfur dagur. Gestir í hverri íbúð voru að meðaltali 2,8 til 3,7. Samtals gistu því 380 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum í Reykjavík árið 2016. Nú á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefur svo orðið 90 prósent aukning á leigu sé miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. „Áhyggjur mínar af Reykjavík eru þær að hafi fólk hús í miðborginni sem það vill leigja. Í fyrsta lagi er þetta mjög dýrt en í öðru lagi þá vill enginn búa í miðborg því það verður ekkert gaman að búa þar því göturnar þar verða tómar,“ segir Dr. Oskam.Meirihluti að leigja út fleiri en eina eign Á Íslandi eru eingöngu 40 prósent gestgjafa með eina eign í leigu og þá í mörgum tilfellum eigið heimili. Í tæplega 16 prósentum tilfella eru gestgjafar með tvær eignir til leigu í Airbnb, 32 prósent með 3 til 10 eignir og 11,5 prósent með meira en tíu eignir. Dr. Oskam segir þessa þróun vera langt frá hugmyndafræði Airbnb. „Airbnb keyrir á þeirri ímynd að það hafi áhrif til framfara í borgum og styðji við þá borgarbúa sem þurfi á því að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að Airbnb keyrir áfram breytingar í miðborgum sem gerir það í raun ómögulegt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að búa þar.“ Dr. Oskam telur ekki hægt að banna Airbnb á Íslandi og erfitt hafi reynst að koma á lögum í öðrum borgum en hann hvetur borgir sem hafa glímt við mikinn fjölda Airbnb-íbúða og áhrif hans að komast að því hvað er í raun að gerast í borgunum vegna Airbnb. Þá sé mikilvægt að borgirnar vinni saman og segi Airbnb hversu neikvæð áhrif það hefur á borgirnar. Þannig geti þær krafið fyrirtækið um tölfræðiupplýsingar sem það vill síður láta af hendi svo borgaryfirvöld megi koma í veg fyrir offjölgun ferðamanna, neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og svo framvegis.
Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00
Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00