Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 16:29 Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.Sjá einnig: Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalliVísir fjallaði um málið á sínum tíma. Forsaga þess er sú að að í byrjun apríl 2015 efndu 18 stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) til verkfallsaðgerða, þ. á m. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ). Félagið boðaði til ótímabundins verkfalls meðal félagsmanna sinna sem störfuðu á Landspítalanum. Verkfallið hófst 7. apríl og var ætlað að standa í lotum alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust. Samningar náðust ekki heldur samþykkti Alþingi lög á verkfallið í júní 2015 og vísaði kjaradeilunni í gerðardóm. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar, þ.e.a.s. vaktir þeirra bar ekki nema að hluta til upp á þá daga sem verkfallið náði til. Engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta af launum þeirra. „Við útreikning á launum ljósmæðra í verkfallinu var horft til mánaðarlegrar vinnuskyldu þeirra og laun sem samsvöruðu verkfallsdögunum dregin frá með tiltekinni aðferð. Þannig var ekki tekið tillit til raunverulegs vinnuframlags,“ útskýrir BHM í tilkynningu.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfum LjósmæðrafélagsinsHaustið 2015 höfðaði LMFÍ mál gegn ríkinu fyrir Félagsdómi vegna málsins en dómurinn sýknaði ríkið af kröfum félagsins. Í apríl á síðasta ári stefndu síðan fimm ljósmæður, með stuðningi BHM, íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vangoldinna launa frá þeim tíma þegar verkfallsaðgerðir félagsins stóðu yfir. Dómur var kveðinn upp í dag. „Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi gagnvart öðrum ljósmæðrum sem sættu hliðstæðum launaskerðingum og ljósmæðurnar fimm sem höfðuðu málið. Þá mun niðurstaðan hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vaktavinnu á Landspítala og sættu launaskerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu árið 2015. Bandalag háskólamanna og hlutaðeigandi stéttarfélög munu fylgja því fast eftir að félagsmenn sem brotið hefur verið á fái hlut sinn leiðréttan,“segir í yfirlýsingu BHM. Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.Sjá einnig: Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalliVísir fjallaði um málið á sínum tíma. Forsaga þess er sú að að í byrjun apríl 2015 efndu 18 stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna (BHM) til verkfallsaðgerða, þ. á m. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ). Félagið boðaði til ótímabundins verkfalls meðal félagsmanna sinna sem störfuðu á Landspítalanum. Verkfallið hófst 7. apríl og var ætlað að standa í lotum alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust. Samningar náðust ekki heldur samþykkti Alþingi lög á verkfallið í júní 2015 og vísaði kjaradeilunni í gerðardóm. Margar ljósmæður náðu að skila nánast fullri vinnuskyldu þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar, þ.e.a.s. vaktir þeirra bar ekki nema að hluta til upp á þá daga sem verkfallið náði til. Engu að síður ákvað ríkið að halda eftir stórum hluta af launum þeirra. „Við útreikning á launum ljósmæðra í verkfallinu var horft til mánaðarlegrar vinnuskyldu þeirra og laun sem samsvöruðu verkfallsdögunum dregin frá með tiltekinni aðferð. Þannig var ekki tekið tillit til raunverulegs vinnuframlags,“ útskýrir BHM í tilkynningu.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfum LjósmæðrafélagsinsHaustið 2015 höfðaði LMFÍ mál gegn ríkinu fyrir Félagsdómi vegna málsins en dómurinn sýknaði ríkið af kröfum félagsins. Í apríl á síðasta ári stefndu síðan fimm ljósmæður, með stuðningi BHM, íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vangoldinna launa frá þeim tíma þegar verkfallsaðgerðir félagsins stóðu yfir. Dómur var kveðinn upp í dag. „Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms hefur fordæmisgildi gagnvart öðrum ljósmæðrum sem sættu hliðstæðum launaskerðingum og ljósmæðurnar fimm sem höfðuðu málið. Þá mun niðurstaðan hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vaktavinnu á Landspítala og sættu launaskerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu árið 2015. Bandalag háskólamanna og hlutaðeigandi stéttarfélög munu fylgja því fast eftir að félagsmenn sem brotið hefur verið á fái hlut sinn leiðréttan,“segir í yfirlýsingu BHM.
Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Ljósmæður fá ekki greidd laun fyrir unna vinnu í verkfallinu í vor. 14. október 2015 17:47