Var Páll postuli kristinn? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Fræðimenn hafa frá örófi alda verið sammála um það að Páll postuli hafi verið einn af grundvallarsmiðum kristinnar guðfræði. Miklar breytingar hafa á hinn bóginn átt sér stað síðustu ár og áratugi í sýn fræðimanna á tengsl Páls við gyðingdóm annars vegar og kristindóm hins vegar. Nasismi 20. aldarinnar og heimsstyrjöldin síðari endurspegluðu það hatur sem gyðingar hafa þurft að líða í gegnum söguna. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar, er fólk tók að berjast fyrir réttmætari sýn á gyðinga og gyðingdóm, hófust rannsóknir á því að hvaða leyti og að hve miklu leyti Páll postuli hafi verið gyðingur. Útbreidd skoðun var sú að Páll hefði snúið baki við gyðingdómnum þegar hann varð kristinn og að hann hefði hafnað hinu gyðinglega lögmáli með öllu. Enda var gyðingdómur trúarbrögð verkaréttlætingar, samkvæmt þessari skoðun, þar sem fólk lagði mest upp úr því að framkvæma ákveðin verk samkvæmt tilteknu reglukerfi eða jafnvel sýnast framkvæma ákveðin verk til þess að öðlast réttlætingu Guðs. Páll gerðist alltso „kristinn“ og stór hluti af starfi hans fólst í að gagnrýna gyðinga og færa rök fyrir því að gyðingdómurinn væri einungis gamall, úreltur sáttmáli. Kristindómurinn innihélt nýjan sáttmála við Guð sem ógilti þann gamla og hinn nýi átrúnaður varð arftaki gyðingdómsins. Rannsóknir á síðari hluta 20. aldar sýndu hins vegar fram á að þessi sýn á gyðingdóm 1. aldar var á misskilningi byggð. Gyðingdómur var ekki átrúnaður verkaréttlætingar, hugtak sem fremur átti við um baráttu Lúthers við kaþólsku kirkjuna á 16. öld, sem alltof oft var lesin inn í aðstæður Páls á 1. öld. Pálsfræðingar tóku að átta sig á því að Páll hafnaði ekki sínum gyðinglega arfi þegar hann tók trú á Jesú sem messías. Hann hélt áfram að vera gyðingur sem fjallaði um gyðingleg málefni. Páll „snerist“ ekki til kristinnar trúar. Málið snerist ekki um „viðsnúning“ (e. conversion) frá einum átrúnaði til annars, frá gyðingdómi til kristindóms, heldur snerist málið um köllun til ákveðins hlutverks, nefnilega köllun til að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist til annarra en gyðinga, þ.e.a.s. til heiðingja. Vandamálið sem Páll glímdi við fjallaði þannig ekki um gyðingana og stöðu þeirra, heldur fjallaði það um heiðingjana og stöðu þeirra gagnvart sáttmála Guðs við gyðinga. Sáttmáli Guðs við Ísrael, við gyðinga, var einmitt þungamiðja gyðinglegrar guðfræði: Guð hefur valið sína þjóð og Ísrael hefur gengist við þessu vali. Málið hjá gyðingum 1. aldar var þess vegna ekki að reyna að „komast inn“, þ.e.a.s. að eignast hlutdeild í sáttmálanum – gyðingar áttu þegar hlutdeild í sáttmálanum. Spurningin um að breyta rétt, þ.e.a.s. að fylgja ákvæðum lögmálsins, var svar gyðinga við vali Guðs. Það er tjáning gyðinga og staðfesting á því að þeir vilji áfram eiga hlutdeild í sáttmálanum, að þeir vilji vera „inni“.Að lesa í réttri tímaröð Páll snerist sem sagt ekki til kristinnar trúar þegar hann tók trú á Jesú, enda var kristindómurinn ekki orðinn að staðreynd þegar Páll var uppi. Páll notar aldrei orðið „kristinn“ eða „kristindómur“ – síðara orðið er fyrst notað í byrjun 2. aldar. Þær spurningar sem Páll og aðrir samtímamenn hans úr Jesúhreyfingunni glímdu við voru málefni sem rædd voru innan gyðingdóms. Þetta voru gyðingleg málefni. Kristindómurinn sem slíkur varð ekki til fyrr en eftir árið 70 þegar Jesúhreyfingin tók smátt og smátt að slíta sig frá móðurátrúnaðinum í kjölfar ósigurs gyðinga í stríði þeirra við Rómverja er Jerúsalem og musteri gyðinga voru lögð í rúst. Í sagnfræðilegu samhengi er afar mikilvægt að lesa söguna í réttri tímaröð, að lesa hana ekki aftur á bak, í ljósi þess sem síðar varð. Þannig er til að mynda mikilvægt að lesa ekki frumkristna texta í ljósi þeirrar kenningar að Jesús hafi verið guð. Fæst rit Nýja testamentisins líta á Jesú sem guð, en sú kenning varð líklega fyrst til í lok 1. aldar. Var Páll postuli þá kristinn? Já og nei. Hann var „kristinn“ að því leyti að hann trúði því að Jesús hefði verið kristur, messías. En ef slíkt hugtak á að vera notað um Pál verður fólk að átta sig á því að „kristinn“ í þessu samhengi vísar til trúarlegrar afstöðu innan gyðingdóms, ákveðinnar hreyfingar innan gyðingdóms. Sögulega séð var Páll ekki kristinn að því leyti að hann hafi verið eitthvað annað en gyðingur. Hann var að öllu leyti gyðingur. Kristindómurinn var ekki til á tímum Páls.Höfundur er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fræðimenn hafa frá örófi alda verið sammála um það að Páll postuli hafi verið einn af grundvallarsmiðum kristinnar guðfræði. Miklar breytingar hafa á hinn bóginn átt sér stað síðustu ár og áratugi í sýn fræðimanna á tengsl Páls við gyðingdóm annars vegar og kristindóm hins vegar. Nasismi 20. aldarinnar og heimsstyrjöldin síðari endurspegluðu það hatur sem gyðingar hafa þurft að líða í gegnum söguna. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar, er fólk tók að berjast fyrir réttmætari sýn á gyðinga og gyðingdóm, hófust rannsóknir á því að hvaða leyti og að hve miklu leyti Páll postuli hafi verið gyðingur. Útbreidd skoðun var sú að Páll hefði snúið baki við gyðingdómnum þegar hann varð kristinn og að hann hefði hafnað hinu gyðinglega lögmáli með öllu. Enda var gyðingdómur trúarbrögð verkaréttlætingar, samkvæmt þessari skoðun, þar sem fólk lagði mest upp úr því að framkvæma ákveðin verk samkvæmt tilteknu reglukerfi eða jafnvel sýnast framkvæma ákveðin verk til þess að öðlast réttlætingu Guðs. Páll gerðist alltso „kristinn“ og stór hluti af starfi hans fólst í að gagnrýna gyðinga og færa rök fyrir því að gyðingdómurinn væri einungis gamall, úreltur sáttmáli. Kristindómurinn innihélt nýjan sáttmála við Guð sem ógilti þann gamla og hinn nýi átrúnaður varð arftaki gyðingdómsins. Rannsóknir á síðari hluta 20. aldar sýndu hins vegar fram á að þessi sýn á gyðingdóm 1. aldar var á misskilningi byggð. Gyðingdómur var ekki átrúnaður verkaréttlætingar, hugtak sem fremur átti við um baráttu Lúthers við kaþólsku kirkjuna á 16. öld, sem alltof oft var lesin inn í aðstæður Páls á 1. öld. Pálsfræðingar tóku að átta sig á því að Páll hafnaði ekki sínum gyðinglega arfi þegar hann tók trú á Jesú sem messías. Hann hélt áfram að vera gyðingur sem fjallaði um gyðingleg málefni. Páll „snerist“ ekki til kristinnar trúar. Málið snerist ekki um „viðsnúning“ (e. conversion) frá einum átrúnaði til annars, frá gyðingdómi til kristindóms, heldur snerist málið um köllun til ákveðins hlutverks, nefnilega köllun til að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist til annarra en gyðinga, þ.e.a.s. til heiðingja. Vandamálið sem Páll glímdi við fjallaði þannig ekki um gyðingana og stöðu þeirra, heldur fjallaði það um heiðingjana og stöðu þeirra gagnvart sáttmála Guðs við gyðinga. Sáttmáli Guðs við Ísrael, við gyðinga, var einmitt þungamiðja gyðinglegrar guðfræði: Guð hefur valið sína þjóð og Ísrael hefur gengist við þessu vali. Málið hjá gyðingum 1. aldar var þess vegna ekki að reyna að „komast inn“, þ.e.a.s. að eignast hlutdeild í sáttmálanum – gyðingar áttu þegar hlutdeild í sáttmálanum. Spurningin um að breyta rétt, þ.e.a.s. að fylgja ákvæðum lögmálsins, var svar gyðinga við vali Guðs. Það er tjáning gyðinga og staðfesting á því að þeir vilji áfram eiga hlutdeild í sáttmálanum, að þeir vilji vera „inni“.Að lesa í réttri tímaröð Páll snerist sem sagt ekki til kristinnar trúar þegar hann tók trú á Jesú, enda var kristindómurinn ekki orðinn að staðreynd þegar Páll var uppi. Páll notar aldrei orðið „kristinn“ eða „kristindómur“ – síðara orðið er fyrst notað í byrjun 2. aldar. Þær spurningar sem Páll og aðrir samtímamenn hans úr Jesúhreyfingunni glímdu við voru málefni sem rædd voru innan gyðingdóms. Þetta voru gyðingleg málefni. Kristindómurinn sem slíkur varð ekki til fyrr en eftir árið 70 þegar Jesúhreyfingin tók smátt og smátt að slíta sig frá móðurátrúnaðinum í kjölfar ósigurs gyðinga í stríði þeirra við Rómverja er Jerúsalem og musteri gyðinga voru lögð í rúst. Í sagnfræðilegu samhengi er afar mikilvægt að lesa söguna í réttri tímaröð, að lesa hana ekki aftur á bak, í ljósi þess sem síðar varð. Þannig er til að mynda mikilvægt að lesa ekki frumkristna texta í ljósi þeirrar kenningar að Jesús hafi verið guð. Fæst rit Nýja testamentisins líta á Jesú sem guð, en sú kenning varð líklega fyrst til í lok 1. aldar. Var Páll postuli þá kristinn? Já og nei. Hann var „kristinn“ að því leyti að hann trúði því að Jesús hefði verið kristur, messías. En ef slíkt hugtak á að vera notað um Pál verður fólk að átta sig á því að „kristinn“ í þessu samhengi vísar til trúarlegrar afstöðu innan gyðingdóms, ákveðinnar hreyfingar innan gyðingdóms. Sögulega séð var Páll ekki kristinn að því leyti að hann hafi verið eitthvað annað en gyðingur. Hann var að öllu leyti gyðingur. Kristindómurinn var ekki til á tímum Páls.Höfundur er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun