Leit að konum tefur skipun flugráðs sem lagðist í dvala fyrir 19 mánuðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Flugmenn sakna faglegrar umræðu um Reykjavíkurflugvöll og vonast eftir að blásið verði lífi í fagráð um flugmál. vísir/vilhelm Svokallað fagráð um flugmál sem leysti af hólmi flugráð hefur ekki haldið fund í meira en nítján mánuði. Ráðinu er ætlað að vera samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál.Jóhannes Tómasson. upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins.vísir/valliFyrst var skipað í fagráð um flugmál í febrúar 2014. Þeir sjö sem tóku sæti í fagráðinu voru þá skipaðir til tveggja ára eða til febrúar 2016. Skipunartími þeirra rann því út fyrir 15 mánuðum. Ekki hefur verið skipað í ráðið að nýju en Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir það nú í undirbúningi. „Eftir síðustu ríkisstjórnarskipti hófst undirbúningur við skipun í ráðið og hafa tilnefningar borist en formlegri skipun er ekki lokið, meðal annars þar sem kanna þarf hjá sumum tilnefningaraðilum hvort unnt er að tilnefna konur þar sem það var ekki gert,“ útskýrir Jóhannes. Jafnframt bendir Jóhannes á að á síðasta fundi fagráðsins hafi verið rætt um að endurskoða hlutverk þess og að tengja það á einhvern hátt við gerð samgönguáætlunar. Ráðuneytið hefur á þessum tíma átt margs konar samráðsfundi með fulltrúum flugrekenda, rekstraraðilum flugvalla, grasrótinni í flugheiminum og Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Því hefur það ekki komið að sök þótt fagráðið hafi ekki verið virkt þennan tíma. Mikilvægt er þó að koma þessum samráðsvettvangi á að nýju,“ segir upplýsingafulltrúinn. Fréttablaðið hefur fengið afrit fundargerða þeirra sex funda sem fagráð um flugmál hélt frá fyrsta fundi 20. mars 2014 til síðasta fundar 15. október 2015. Eini meðlimur ráðsins sem fékk greitt fyrir setu sína þar var formaður þess, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Mánaðarlegar þóknanir til hennar fram til 14. febrúar 2016 námu samtals 711 þúsund krónum. „Ráðið virðist hafa farið vel af stað en lognast út af og það ber að harma,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eitt og annað veki athygli í fundargerðunum. Til dæmis komi þar fram gagnrýni á niðurskurð á fé til framkvæmda á innanlandsvöllum en þar sé ekki að finna umfjöllun um stöðu Reykjavíkurflugvallar og lokun flugbrautar 06/24 – sem stundum er kölluð neyðarbrautin.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Ingvar segir að taka megi undir ýmislegt í fundargerðunum. Til dæmis að fagráðið sé eini vettvangurinn sem fagaðilar komi að og mikilvægt sé að ráðið fái aðkomu að öllu því sem snertir flugið. Nefnt sé að varaflugvellir séu að verða ónothæfir til að koma í stað Keflavíkurflugvallar þar sem meðal annars vanti flugvélastæði og að ástandið sé að verða mjög alvarlegt. Nýta mætti arð af Isavia til að greiða niður starfsemi á innanlandsflugvöllum. „Hins vegar er ekki að sjá að neinum málum sé fylgt eftir eða að stjórnvöld leiti til ráðsins með álitamál,“ segir Ingvar. Ár eftir ár komi samgönguáætlun út með mörkuðum fjárveitingum til framkvæmda á innanlandsvöllum. „Það næsta sem gerist er að fjárlög koma og þá er komið núll í alla dálkana. Við þetta ástand verður ekki unað lengur.“ Fundargerðirnar segir Ingvar framkalla mynd af brestum í flugvallakerfi landsins. „Brestum sem stafa fyrst og fremst af stefnuleysi stjórnvalda. Flugrekstur stendur í dag undir rúmum 10 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt innanríkisráðuneytinu en það er fimm- til sexfalt hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. Það skýtur því skökku við að opinber stefna í flugmálum sé ekki til á Íslandi.“ Þá segir Ingvar það einlæga von Félags íslenskra atvinnuflugmanna að fagráð um flugmál verði endurvakið og það starfi eins og til sé ætlast. Forveri fagráðs um flugmál, flugráð, sem lagt hafi verið niður eftir nærri 70 ára starf, hafi á þeim tíma verið mjög virkt og fundað alls 1.578 sinnum áður en yfir lauk í mars 2013. „Á Íslandi starfar aragrúi fjölhæfs og vel menntaðs fólks í fluggeiranum. Allar upplýsingar, tölfræði og þekking eru til staðar á meðal þessa fólks til að stjórnvöld geti tekið af skarið og markað skýra og skynsamlega stefnu í flugmálum þjóðarinnar,“ segir Ingvar Tryggvason. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis "Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. 5. maí 2017 07:00 Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur við lokun flugbrautar Þingflokksformaður framsóknarmanna hvatti samgönguráðherra til þess í dag að skoða hið snarasta hvort opna megi neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 16. maí 2017 21:00 Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Svokallað fagráð um flugmál sem leysti af hólmi flugráð hefur ekki haldið fund í meira en nítján mánuði. Ráðinu er ætlað að vera samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál.Jóhannes Tómasson. upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins.vísir/valliFyrst var skipað í fagráð um flugmál í febrúar 2014. Þeir sjö sem tóku sæti í fagráðinu voru þá skipaðir til tveggja ára eða til febrúar 2016. Skipunartími þeirra rann því út fyrir 15 mánuðum. Ekki hefur verið skipað í ráðið að nýju en Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir það nú í undirbúningi. „Eftir síðustu ríkisstjórnarskipti hófst undirbúningur við skipun í ráðið og hafa tilnefningar borist en formlegri skipun er ekki lokið, meðal annars þar sem kanna þarf hjá sumum tilnefningaraðilum hvort unnt er að tilnefna konur þar sem það var ekki gert,“ útskýrir Jóhannes. Jafnframt bendir Jóhannes á að á síðasta fundi fagráðsins hafi verið rætt um að endurskoða hlutverk þess og að tengja það á einhvern hátt við gerð samgönguáætlunar. Ráðuneytið hefur á þessum tíma átt margs konar samráðsfundi með fulltrúum flugrekenda, rekstraraðilum flugvalla, grasrótinni í flugheiminum og Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Því hefur það ekki komið að sök þótt fagráðið hafi ekki verið virkt þennan tíma. Mikilvægt er þó að koma þessum samráðsvettvangi á að nýju,“ segir upplýsingafulltrúinn. Fréttablaðið hefur fengið afrit fundargerða þeirra sex funda sem fagráð um flugmál hélt frá fyrsta fundi 20. mars 2014 til síðasta fundar 15. október 2015. Eini meðlimur ráðsins sem fékk greitt fyrir setu sína þar var formaður þess, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Mánaðarlegar þóknanir til hennar fram til 14. febrúar 2016 námu samtals 711 þúsund krónum. „Ráðið virðist hafa farið vel af stað en lognast út af og það ber að harma,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eitt og annað veki athygli í fundargerðunum. Til dæmis komi þar fram gagnrýni á niðurskurð á fé til framkvæmda á innanlandsvöllum en þar sé ekki að finna umfjöllun um stöðu Reykjavíkurflugvallar og lokun flugbrautar 06/24 – sem stundum er kölluð neyðarbrautin.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Ingvar segir að taka megi undir ýmislegt í fundargerðunum. Til dæmis að fagráðið sé eini vettvangurinn sem fagaðilar komi að og mikilvægt sé að ráðið fái aðkomu að öllu því sem snertir flugið. Nefnt sé að varaflugvellir séu að verða ónothæfir til að koma í stað Keflavíkurflugvallar þar sem meðal annars vanti flugvélastæði og að ástandið sé að verða mjög alvarlegt. Nýta mætti arð af Isavia til að greiða niður starfsemi á innanlandsflugvöllum. „Hins vegar er ekki að sjá að neinum málum sé fylgt eftir eða að stjórnvöld leiti til ráðsins með álitamál,“ segir Ingvar. Ár eftir ár komi samgönguáætlun út með mörkuðum fjárveitingum til framkvæmda á innanlandsvöllum. „Það næsta sem gerist er að fjárlög koma og þá er komið núll í alla dálkana. Við þetta ástand verður ekki unað lengur.“ Fundargerðirnar segir Ingvar framkalla mynd af brestum í flugvallakerfi landsins. „Brestum sem stafa fyrst og fremst af stefnuleysi stjórnvalda. Flugrekstur stendur í dag undir rúmum 10 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt innanríkisráðuneytinu en það er fimm- til sexfalt hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. Það skýtur því skökku við að opinber stefna í flugmálum sé ekki til á Íslandi.“ Þá segir Ingvar það einlæga von Félags íslenskra atvinnuflugmanna að fagráð um flugmál verði endurvakið og það starfi eins og til sé ætlast. Forveri fagráðs um flugmál, flugráð, sem lagt hafi verið niður eftir nærri 70 ára starf, hafi á þeim tíma verið mjög virkt og fundað alls 1.578 sinnum áður en yfir lauk í mars 2013. „Á Íslandi starfar aragrúi fjölhæfs og vel menntaðs fólks í fluggeiranum. Allar upplýsingar, tölfræði og þekking eru til staðar á meðal þessa fólks til að stjórnvöld geti tekið af skarið og markað skýra og skynsamlega stefnu í flugmálum þjóðarinnar,“ segir Ingvar Tryggvason.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis "Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. 5. maí 2017 07:00 Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur við lokun flugbrautar Þingflokksformaður framsóknarmanna hvatti samgönguráðherra til þess í dag að skoða hið snarasta hvort opna megi neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 16. maí 2017 21:00 Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis "Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. 5. maí 2017 07:00
Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur við lokun flugbrautar Þingflokksformaður framsóknarmanna hvatti samgönguráðherra til þess í dag að skoða hið snarasta hvort opna megi neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. 16. maí 2017 21:00
Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum. 4. maí 2017 07:00