Hungursneyð í Jemen Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Ungmenni í Sana'a sitja hjá meðan foreldrar þeirra bíða í röð eftir mataraðstoð frá hjálparstarfsmönnum. vísir/epa Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00