Hungursneyð í Jemen Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Ungmenni í Sana'a sitja hjá meðan foreldrar þeirra bíða í röð eftir mataraðstoð frá hjálparstarfsmönnum. vísir/epa Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00