Urðum alltaf betri og betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Það var mikil gleði hjá leikmönnum Álaborgar er bikarinn fór á loft. fréttablaðið/getty Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur. Handbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur.
Handbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira