Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 11:32 Nigel Dodds, varaformaður DUP, Arlene Foster, formaður DUP, og Peter Robinson, fyrrverandi formaður DUP. Vísir/AFP Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent