Innlent

Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss

Atli Ísleifsson skrifar
"Slysstaðurinn er á erfiðum stað við fossinn.
"Slysstaðurinn er á erfiðum stað við fossinn. Vísir/Anton Brink
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss.

Í tilkynningu segir að þar hafi ungur drengur fallið og leiki grunur á að hann sé fótbrotinn.

„Slysstaðurinn er á erfiðum stað við fossinn svo setja þarf upp fjallalínur til að koma honum niður á jafnsléttu og í sjúkrabíl.

Björgunarmenn eru komnir á staðinn og eru að sinna drengnum og setja upp fjallabjörgunarkerfi til að nota við að koma honum niður,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×