Jón Daði: Ekki til í víkingaklappið eftir tapleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2017 14:00 Víkingaklappið er vinsælt hjá stuðningsmönnum Wolves. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira