Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:00 Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira